Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 13:30 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. Formaður Eflingar segir til einskis að halda viðræðum áfram með þeim hætti sem verið hefur. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að afturkalla samningsumboð sitt frá samninganefnd Starfsgreinasambandsins þar sem öll félög þess höfðu áður sameinast í fyrsta skipti í sögu þess. Í morgun tilkynnti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sambandinu að það myndi fylgja Eflingu út úr samflotinu. Í viðtali á Vísi segist Vilhjálmur stefna á samflot með VR eins og Efling ætlar að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Efling og VR muni jafnvel vísa deilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara strax í dag. „Ég get ekki svarað um það akkúrat núna. En það verður væntanlega farið í það sem allra fyrst,” segir Sóveig Anna. Vilji Eflingar og VR til samstarfs sé ótvíræður og deilunni verði að minnsta kosti að öllum líkindum vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. Tillaga Eflingar og sex annarra verkaklýðsfélaga innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins um að vísa deilunni áfram var ekki samþykkt á fundi nefndarinnar á föstudag og er ákvörðun Eflingar beint framhald af þeirri niðurstöðu. „Okkar mat er að það sé til einskis að halda viðræðunum áfram með því formi sem verið hefur. Þar af leiðandi sé ekkert annað í stöðunni en gera þetta,” segir Sólveig Anna. Kröfur Eflingar hafi ekkert breyst og sé þær sömu og samþykktar hafi verið innan Starfsgreinasambandsins. Þetta snúist um aðferðir. „Flýta ferlinu og svo skiptir það okkur auðvitað gríðarlegu máli eins og margoft hefur komið fram að vera í þessu mikla og góða samstarfi við VR.”Þið sjáið slagkraft í að vera með öðru svona fjölmennu félagi?„Sannarlega og svo má ekki gleyma því að VR lagði fram kröfugerð sem er að miklu leyti samhljóða kröfugerðinni sem við lögðum fram,” segir Sólveig Anna. Auk Eflingar lögðu sex önnur verkalýðsfélög til í samninganefnd Starfsgreinasambandsins að deilunni yrði vísað strax til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segist ekki geta svarað því hvort öll þessi félög muni fylgja Eflingu að málum nú. „Þú verður bara að tala við formenn annarra félaga,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. Formaður Eflingar segir til einskis að halda viðræðum áfram með þeim hætti sem verið hefur. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að afturkalla samningsumboð sitt frá samninganefnd Starfsgreinasambandsins þar sem öll félög þess höfðu áður sameinast í fyrsta skipti í sögu þess. Í morgun tilkynnti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sambandinu að það myndi fylgja Eflingu út úr samflotinu. Í viðtali á Vísi segist Vilhjálmur stefna á samflot með VR eins og Efling ætlar að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Efling og VR muni jafnvel vísa deilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara strax í dag. „Ég get ekki svarað um það akkúrat núna. En það verður væntanlega farið í það sem allra fyrst,” segir Sóveig Anna. Vilji Eflingar og VR til samstarfs sé ótvíræður og deilunni verði að minnsta kosti að öllum líkindum vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. Tillaga Eflingar og sex annarra verkaklýðsfélaga innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins um að vísa deilunni áfram var ekki samþykkt á fundi nefndarinnar á föstudag og er ákvörðun Eflingar beint framhald af þeirri niðurstöðu. „Okkar mat er að það sé til einskis að halda viðræðunum áfram með því formi sem verið hefur. Þar af leiðandi sé ekkert annað í stöðunni en gera þetta,” segir Sólveig Anna. Kröfur Eflingar hafi ekkert breyst og sé þær sömu og samþykktar hafi verið innan Starfsgreinasambandsins. Þetta snúist um aðferðir. „Flýta ferlinu og svo skiptir það okkur auðvitað gríðarlegu máli eins og margoft hefur komið fram að vera í þessu mikla og góða samstarfi við VR.”Þið sjáið slagkraft í að vera með öðru svona fjölmennu félagi?„Sannarlega og svo má ekki gleyma því að VR lagði fram kröfugerð sem er að miklu leyti samhljóða kröfugerðinni sem við lögðum fram,” segir Sólveig Anna. Auk Eflingar lögðu sex önnur verkalýðsfélög til í samninganefnd Starfsgreinasambandsins að deilunni yrði vísað strax til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segist ekki geta svarað því hvort öll þessi félög muni fylgja Eflingu að málum nú. „Þú verður bara að tala við formenn annarra félaga,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34
Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30