Enski boltinn

Kostar tæpar tvær milljónir punda að fá Solskjær á láni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Solskjær kemur ekki fríkeypis til Englands
Solskjær kemur ekki fríkeypis til Englands vísir/getty
Manchester United þurfti að borga norska úrvalsdeildarfélaginu Molde 1,8 milljónir punda fyrir að fá Ole Gunnar Solskjær inn sem bráðabirgðastjóra félagsins.

Þetta kemur fram í frétt Sky í morgun.

Solskjær kemur inn og tekur við af Jose Mourinho sem var rekinn á þriðjudag. Hann mun stýra liðinu út tímabilið þegar framtíðarstjóri United verður ráðinn.

Fari hins vegar svo að United vilji fá Solskjær inn til framtíðar þá mun það kosta 7,2 milljónir til viðbótar.

United er í raun með Solskjær á láni frá Molde. Erling Moe tók tímabundið við stjórn Molde á meðan Solskjær er í Englandi.


Tengdar fréttir

United staðfesti Solskjær og Phelan

Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×