Enski boltinn

Sjáðu samskipti Klopp og Mourinho á bak við tjöldin á Anfield um síðustu helgi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xherdan Shaqiri fagnar marki á móti Manchester Unitd með þeim Roberto Firmino og Georginio Wijnaldum.
Xherdan Shaqiri fagnar marki á móti Manchester Unitd með þeim Roberto Firmino og Georginio Wijnaldum. Vísir/Getty
Nú er hægt að sjá hvað gekk á utan vallar þegar Liverpool vann þýðingarmikinn og afdrifaríkan sigur á Manchester United á Anfield um síðustu helgi.

Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri átti magnaða innkomu í 3-1 sigri Liverpool á Manchester United á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Shaqiri kom inná í stöðunni 1-1 og skoraði tvö mörk en með því kom hann Liverpool liðinu upp í toppsætið. Sigurinn átti líka að hafa miklar afleiðingar fyrir lið Manchester United því knattspyrnustjórinn Jose Mourinho var rekinn út starfi tveimur dögum eftir leikinn.

Eins og í flestum heimaleikjum Liverpool þá tekur félagið saman myndband þar sem fylgst er með Anfield frá öðrum sjónarhornum en sjónvarpvélarnar sýna.

Farið er yfir allar helstu tímapunkta og atvik í leiknum en þau sýnd frá nýjum og öðruvísi vinklum. Myndbandið byrjar þegar liðin mæta á Anfield og lýkur eftir leik.

Við erum meðal annars að tala um myndbönd frá leikmannagöngunum bæði fyrir og eftir leikinn, myndum frá upphitun og myndum frá sigurgleði leikmanna Liverpool í leikslok.

Það má líka sjá knattspyrnustjórana Jürgen Klopp og Jose Mourinho hittast fyrir leik og þar fór mjög vel á með þeim. Þeir sjást síðan fara saman inn til dómaranna ásamt fyrirliðunum. Enginn vissi þá að þetta væri síðasti leikur Jose Mourinho með lið Manchester United.

Það má sjá allar senurnar á bak við tjöldin á Anfield í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×