Núllið gallerý er komið til að vera Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. desember 2018 09:15 Gamla almenningssnyrtingin breytist í menningarperlu á besta stað. Gömlu klósettin í Bankastræti eða Bankastræti núll eins og þau hafa verið kölluð hafa nú um nokkurt skeið annars vegar hýst Pönksafnið og hins vegar spilasalinn Fredda. Fredda var lokað fyrir nokkru og hefur því annað rýmið staðið autt um nokkra stund en nú á föstudaginn verður breyting á – þar verður opnað Núllið gallerý þar sem hugmyndin er að listamenn geti átt samastað fyrir list sína. „Planið með rýmið er allt að mótast. Við opnuðum þarna Fredda tímabundið í svona safnabúningi, sem var ágætis pæling sem gekk ekki upp... eins og skáldið sagði. Freddi mun samt lifa áfram í öðru rými í framtíðinni. En Núllið, það hefur alltaf verið fílingur hjá okkur fyrir því að hafa þetta sem opið vinnurými, stúdíó eða gallerí. Nú er allt á fleygiferð við að standsetja þetta sem sýningarrými og það verður klárt á föstudaginn,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, framkvæmdastjóri Prikssamsteypunnar, sem fer með eignarhald á Núllinu. Föstudaginn 21. desember verður rýmið opnað með útgáfuhófi Þórsteins Sigurðssonar ljósmyndara vegna bókarinnar Juvenile Bliss. Eftir það heldur Núllið áfram að vera menningarrými á besta stað. „Þarna verður sýningahald af öllu tagi þar sem borgarbúum verður veitt þjónusta í formi menningar. Þetta er auðvitað á besta stað í bænum. Við ætlum að sjá hvert þetta mótast í framhaldinu en þetta mun alltaf vera rými fyrir listamenn – hvort þetta verður staðbundið sýningarrými með sýningarstjóra, hvort við munum leigja þetta út til listamanna mjög hagstætt í styttri tíma eða hvað, það mun koma í ljós. Það er strax byrjað að koma inn fullt af fyrirspurnum frá fólki sem bæði hefur áhuga á að sýna í rýminu og skoða það nánar. Eitt er víst og það er að Núllið er komið til að vera.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Gömlu klósettin í Bankastræti eða Bankastræti núll eins og þau hafa verið kölluð hafa nú um nokkurt skeið annars vegar hýst Pönksafnið og hins vegar spilasalinn Fredda. Fredda var lokað fyrir nokkru og hefur því annað rýmið staðið autt um nokkra stund en nú á föstudaginn verður breyting á – þar verður opnað Núllið gallerý þar sem hugmyndin er að listamenn geti átt samastað fyrir list sína. „Planið með rýmið er allt að mótast. Við opnuðum þarna Fredda tímabundið í svona safnabúningi, sem var ágætis pæling sem gekk ekki upp... eins og skáldið sagði. Freddi mun samt lifa áfram í öðru rými í framtíðinni. En Núllið, það hefur alltaf verið fílingur hjá okkur fyrir því að hafa þetta sem opið vinnurými, stúdíó eða gallerí. Nú er allt á fleygiferð við að standsetja þetta sem sýningarrými og það verður klárt á föstudaginn,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, framkvæmdastjóri Prikssamsteypunnar, sem fer með eignarhald á Núllinu. Föstudaginn 21. desember verður rýmið opnað með útgáfuhófi Þórsteins Sigurðssonar ljósmyndara vegna bókarinnar Juvenile Bliss. Eftir það heldur Núllið áfram að vera menningarrými á besta stað. „Þarna verður sýningahald af öllu tagi þar sem borgarbúum verður veitt þjónusta í formi menningar. Þetta er auðvitað á besta stað í bænum. Við ætlum að sjá hvert þetta mótast í framhaldinu en þetta mun alltaf vera rými fyrir listamenn – hvort þetta verður staðbundið sýningarrými með sýningarstjóra, hvort við munum leigja þetta út til listamanna mjög hagstætt í styttri tíma eða hvað, það mun koma í ljós. Það er strax byrjað að koma inn fullt af fyrirspurnum frá fólki sem bæði hefur áhuga á að sýna í rýminu og skoða það nánar. Eitt er víst og það er að Núllið er komið til að vera.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“