Enski boltinn

Harry Kane: Ég elska að þurfa að sanna mig

Dagur Lárusson skrifar
Harry Kane fagnar.
Harry Kane fagnar. vísir/getty
Harry Kane, leikmaður Tottenham, segir að hann hafi þurft að taka öðruvísi leið heldur en flestir aðrir knattspyrnumenn í leið að velgegni.

 

Harry Kane fór margsinnis á lán frá Tottenham áður en hann fékk tækifæri til þess að sanna sig í aðalliðinu. Hann segir sjálfur að hann elski að spila þegar hann þurfi að sanna sig.

 

„Leið knattspyrnumanna að velgengi er alltaf mismunandi og ég hef þurft að fara erfiðari leið heldur en margir aðrir. Sumir fá tækifærið mjög ungir og eru með mikið af hæfileikum og allir sjá það strax en þannig var þetta ekki með mig. Ég þurfti að fara oft á lán og sanna mig þar og síðan koma til baka, sitja aðeins á bekkinum og bíða eftir tækifærinu mínu.“

 

„Allan minn feril hef ég þurft að sanna mig og svara gagnrýnisröddum. Það hefur aðeins hvatt mig áfram og látið mig spila betur, hvort sem það sé að sanna mig fyrir þjálfurum, vinum, fjölskyldu eða hverjum sem er. Það kallar það besta fram í mér.“

 

„Ég þrífst á því að sanna mig fyrir öðrum, ég elska það.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×