Enski boltinn

Lloris: Verðum að vinna eitthvað

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty
Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham, segir að það sé ekkert annað á huga hans nema það að vinna titil með liðinu á þessu tímabili.

 

Tottenham hefur ekki unnið titil síðan 2008 en Lloris kom sjálfur til félagsins árið 2012 og hefur því ekki unnið neitt. Nú er liðið níu stigum á eftir Liverpool í deildinni, undanúrslitum í deildarbikarnum, í 16-liða úrslitum á Meistaradeildinni auk þess sem FA-bikarinn á ennþá eftir að fara af stað. Lloris segist vera staðráðinn að vinna titil með liðinu á þessu tímabili.

 

„Við áttum okkur á því að við erum að spila í ensku úrvalsdeildinni þar sem eru mikið af liðum í titilbaráttu. Mörg stór lið, mikið af stórum leikmönnum og þess vegna er það svo spennandi að vera hér.“

 

„Við erum í erfiðustu deild heims og þess vegna verðum við að halda áfram með sama hugarfar og leggja hart að okkur.“

 

„Við höfum sýnt það síðustu árin að Tottenham er samkeppnishæft lið og við erum að minnka bilið milli okkar og bestu liðanna.“

 

„En á þessu tímabili viljum við vinna eitthvað.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×