Enski boltinn

Pep: Titilbaráttan búin ef Liverpool vinnur

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri City, segir að ef Liverpool takist að vinna lið sitt á fimmtudaginn sé titilbaráttan búin.

 

Liverpool situr þægilega á toppi deildarinnar með sjö stiga forskot á City í öðru sætinu og því ef Liverpool vinnur á fimmtudaginn verður liðið með tíu stiga forskot á City. Pep segist átta sig á stöðunni og lið hans geti því ekki tapað á fimmtudaginn.

 

„Þegar við horfum á stöðu Liverpool, þá verðum við að viðurkenna að ef þeir vinna okkur á fimmtudaginn að þá er þetta búið, það væri nánast ómögulegt að ná þeim.“

 

„Auðvitað munu þeir missa einhver stig en alls ekki mörg. Ef við viljum berjast þar til í endan þá verðum við að muna hvernig við vorum á síðustu leiktíð og einnig á þessari, fyrir utan síðustu tvær vikur.“

 

„Við gleymum því aldrei hverjir við erum. Samt sem áður þarf ég stundum að vera þrjóskur og spurja strákana hvað sé í gangi.“

 

„Kannski hef ég rangt fyrir mér en ég held að allir leikmenn vilja standa sig vel. Stundum verður þú að átta þig hinsvegar á því að standa sig vel er ekki alltaf nóg. Þá verður þú að reyna aftur.“

 

Stórleikur City og Liverpool fer fram á Ethiad-vellinum næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 20:00.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×