Sjö manns í vandræðum á Holtavörðuheiði Sylvía Hall skrifar 31. desember 2018 10:10 Gul viðvörun er á svæðinu en lokanir virðast hafa farið fram hjá fólkinu. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú á leið upp á Holtavörðuheiði þar sem sjö manns eru í vandræðum, þar af fjögur börn. Lokanir á heiðinni virðast hafa farið fram hjá ferðalöngunum en þar er stórhríð og ófært. Björgunarsveitarfólkið mun koma fólkinu af heiðinni og kanna hvort aðrir séu á ferð á svæðinu. Gul viðvörun er á svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hríðarveður fram undir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þónokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum í kringum hátíðarnar. Alvarlegt slys varð á tveimur göngukonum í Eyjafirði í gær sem og banaslys á Suðurlandi síðastliðinn fimmtudag. Þá var björgunarsveitin Grettir á Hofsósi var kölluð út í gær til að liðsinna bændum en rolluhópur var í sjálfheldu í fjalli á svæðinu. Nýttu björgunarmenn meðal annars dróna með flautu til að reka féð á öruggari stað og náðu því þaðan. Björgunarfélagið Blanda var kallað út í fyrradag til að sækja ferðalanga sem höfðu fest bíl sinn sunnan Hveravalla á Kjalvegi en sá vegur er merktur ófær. Komu ferðalangarnir frá Gullfossi og áttuðu sig ekki á aðstæðum á hálendinu. Björgunarsveitin Dýri fór á jóladag til aðstoðar ferðalangi sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Hrafnseyrarheiði í glerhálku. Var sá feginn aðstoðinni enda óskemmtileg reynsla að missa bifreið út af á heiðarvegum að vetralagi. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi var kölluð út á þriðja í jólum vegna umferðarslyss. Fólksbíll og sendiferðarbíll rákust saman en þar fór betur en á horfðist í fyrstu. Síðast en kannski ekki síst má segja frá aðstoðarbeiðni sem Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði eystra fékk á aðfangadag en rauðklæddir og skeggjaðir jólasveinar þurftu aðstoð til að komast á milli húsa á svæðinu. Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú á leið upp á Holtavörðuheiði þar sem sjö manns eru í vandræðum, þar af fjögur börn. Lokanir á heiðinni virðast hafa farið fram hjá ferðalöngunum en þar er stórhríð og ófært. Björgunarsveitarfólkið mun koma fólkinu af heiðinni og kanna hvort aðrir séu á ferð á svæðinu. Gul viðvörun er á svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hríðarveður fram undir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þónokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum í kringum hátíðarnar. Alvarlegt slys varð á tveimur göngukonum í Eyjafirði í gær sem og banaslys á Suðurlandi síðastliðinn fimmtudag. Þá var björgunarsveitin Grettir á Hofsósi var kölluð út í gær til að liðsinna bændum en rolluhópur var í sjálfheldu í fjalli á svæðinu. Nýttu björgunarmenn meðal annars dróna með flautu til að reka féð á öruggari stað og náðu því þaðan. Björgunarfélagið Blanda var kallað út í fyrradag til að sækja ferðalanga sem höfðu fest bíl sinn sunnan Hveravalla á Kjalvegi en sá vegur er merktur ófær. Komu ferðalangarnir frá Gullfossi og áttuðu sig ekki á aðstæðum á hálendinu. Björgunarsveitin Dýri fór á jóladag til aðstoðar ferðalangi sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Hrafnseyrarheiði í glerhálku. Var sá feginn aðstoðinni enda óskemmtileg reynsla að missa bifreið út af á heiðarvegum að vetralagi. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi var kölluð út á þriðja í jólum vegna umferðarslyss. Fólksbíll og sendiferðarbíll rákust saman en þar fór betur en á horfðist í fyrstu. Síðast en kannski ekki síst má segja frá aðstoðarbeiðni sem Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði eystra fékk á aðfangadag en rauðklæddir og skeggjaðir jólasveinar þurftu aðstoð til að komast á milli húsa á svæðinu.
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira