Enski boltinn

Kamara send ógeðfelld skilaboð eftir leik

Dagur Lárusson skrifar
Hið umrædda atvik.
Hið umrædda atvik. vísir/getty
Leikmaður Fulham, Aboubakar Kamara , hefur orðið fyrir miklu kynþáttahatri í kjölfar viðureignar Fulham og Huddersfield á laugardaginn.

 

Atvik átti sér stað í leiknum þar sem Kamara hunsaði fyrirmæli Ranieri um hver átti að taka vítaspyrnu og tók hann boltann af Mitrovic og tók vítaspyrnuna sjálfur. Í kjölfarið hafa stuðningsmenn Fulham sent Kamara óviðeigandi skilaboð á samfélagsmiðlunum Twitter þar sem honum hefur verið hótað öllu illu.

 

Félagið hefur gefur út tilkynningu að það líði ekki svona hátterni og þeim aðilum sem hafa sent þessi skilaobð verði refsað með viðeigandi hætti.

 

„Við vitum að því að Kamara hefur fengið ógeðfelld skilaboð send til sín eftir leik liðsins á laugardaginn.“

 

„Félagið líður ekki svona hátterni þar sem gildi félagsins eru meðal annars virðing og tillitsemi. Við viljum taka það fram að við munum styðja Kamara í þessu máli og við munum finna þá seku og refsa þeim með viðeigandi hætti.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×