Enski boltinn

Klopp: Við dýfum okkur ekki

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að að enginn leikmaður Liverpool láti sig falla til þess að blekkja dómarann.

 

Mikið hefur verið rætt um atvik sem átti sér stað í leik Liverpool og Newcastle þar sem Mohamed Salah skoraði úr vítaspyrnu eftir að hafa farið niður í teig Newcastle eftir litla snertingu. Voru sumir sem sökuðu Egyptann um dýfu. Svipað atvik átti sér síðan stað gegn Arsenal en Klopp þvertekur hinsvegar fyrir það að leikmenn hans reyni að blekkja dómarann.

 

„Ég hef verið hérna í þrjú ár hjá Liverpool og eitt af því örfáa sem ég les í ensku pressunni er dómaravaktin á Sky eftir hvern leik hjá okkur.“

 

„Það hefur ekki gerst oft að ég haldi að eitthvað eigi að vera víti og skoði síðan dómaravaktina eftir leik og skoðun mín breytist. Dermot Gallagher sagði eftir Newcastle leikinn að þetta væri vítaspyrna, því hann setti höndina sína á hann.“

 

„Þurfum við að sjá blóð svo að dæmd sé vítaspyrnu? Nei og þess vegna held ég að eg hann snerti ekki Mo á þessu augnabliki að þá kemst hann í þá stöðu að geta skotið og við vitum öll hversu góður hann er í því.“

 

„Ég er ekki búinn að sjá atvikið með Sokratis en dómarinn  var nálægt því atviki. Við dýfum okkur ekki og þetta var ekki dýfa. Hitt atvikið var heldur ekki dýfa, dómarinn ákveður þetta.“  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×