Enski boltinn

Sjáðu markaveisluna á Old Trafford og allt hitt úr enska boltanum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pogba og félagar hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga
Pogba og félagar hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga vísir/getty
Síðasta umferð ársins í ensku úrvalsdeildinni var leikin um helgina og kláraðist hún með fjórum leikjum í gær. Paul Pogba skoraði tvö mörk fyrir Manchester United sem valtaði yfir Bournemouth.

Marcus Rashford og Romelu Lukaku skoruðu hin mörkin í 4-1 sigri United á Old Trafford. Ole Gunnar Solskjær heldur áfram að gera vel með United-liðið.

Manchester City komst aftur upp í annað sæti deildarinnar með 3-1 sigri á Southampton, Chelsea vann Crystal Palace og Burnley komst aftur á sigurbraut.

Öll mörkin og allt það helsta úr leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan. 

Manchester United - Bournemouth 4-1
Klippa: FT Manchester Utd 4 - 1 Bournemouth
Southampton - Manchester City 1-3
Klippa: FT Southampton 1 - 3 Manchester City
Crystal Palace - Chelsea 0-1
Klippa: FT Crystal Palace 0 - 1 Chelsea
Burnley - West Ham 2-0
Klippa: FT Burnley 2 - 0 West Ham



Fleiri fréttir

Sjá meira


×