Enski boltinn

Pogba: United á að vera á toppnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba fagnar marki sínu
Paul Pogba fagnar marki sínu vísir/getty
Paul Pogba var stjarnan í 4-1 sigri Manchester United á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pogba hefur nú skorað fjögur mörk í tveimur leikjum eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við stjórn United.

„Við þurftum sigurinn og við spiluðum mjög vel. Við erum að koma til baka, það er enn langur vegur fram undan en það er fallegt að enda árið svona,“ sagði Frakkinn eftir leikinn.

Pogba skoraði fyrstu tvö mörk United í leiknum á Old Trafford í dag. Hann hefur vaknað til lífsins að nýju eftir að Jose Mourinho fór frá félaginu.

„Við erum Manchester United og við þurfum að vera á toppi deildarinnar.“

„Strákarnir hafa allir brugðist vel við stjóraskiptunum og allir eru farnir að skemmta sér. Þetta er öðruvísi, við unnum leiki undir gamla stjóranum en leikstíllinn er öðruvísi. Nú erum við að spila meiri sóknarbolta og sköpum fleiri færi og þannig viljum við spila.“

United mætir Newcastle í fyrsta leik sínum á nýju ári þann 2. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×