Enski boltinn

Pep: Liverpool líklega besta lið heims í dag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola
Pep Guardiola vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir Liverpool vera besta lið heims í dag. Englandsmeistararnir fá toppliðið heim í stórleik fyrstu umferðar nýja ársins.

Eftir sigur City á Southampton í dag er City sjö stigum á eftir Liverpool og verður því að vinna leikinn á Etihad-vellinum 3. janúar næstkomandi ætli þeir að halda áfram að berjast af alvöru um toppsætið.

„Vandamálið er að hitt liðið er frábært,“ sagði Guardiola eftir 3-1 sigurinn á Southampton.

„Liverpool er kannski besta lið Evrópu, eða heimsins, akkúrat núna og eru í frábæru formi.“

Liverpool vann alla sjö leiki sína í desember og er ósigrað í deildinni á meðan City tapaði sínum fyrsta leikjum, og það þremur, í jólamánuðinum.

„Við verðum að taka þessu. Það eina sem við getum gert er að spila okkar leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×