Enski boltinn

Solskjær: Mátt ekki slaka á í eina sekúndu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það er bjartara yfir Old Trafford þessa dagana en hefur verið í allan vetur
Það er bjartara yfir Old Trafford þessa dagana en hefur verið í allan vetur vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær var ánægður með hvernig leikmenn hans brugðust við því að fá á sig mark í leik Manchester United og Bournemouth á Old Trafford í dag.

„Í fyrri hálfleik réðumst við á leikinn á háu tempói og með mikilli orku. Hvernig við brugðumst við markinu þeirra var frábært, við stjórnuðum leiknum miklu betur heldur en gegn Huddersfield,“ sagði Solskjær í leikslok.

„Við erum enn að leitast eftir því að halda markinu hreinu, það má ekki slaka á í eina sekúndu í þessari deild.“

„Þetta var mjög, mjög góð frammistaða.“

United vann 4-1 sigur og hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Solskjær. Norðmaðurinn hrósaði Marcus Rashford sérstaklega í leikslok.

„Hann hefur verið í öðrum klassa síðan ég kom. Vinnusemin í honum er ótrúleg. Hann er alltaf á hlaupum og hann á séns á því að verða heimklassa framherji.“

United mætir Newcastle á öðrum degi nýja ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×