Enski boltinn

Pochettino kennir þreytu um tapið gegn Wolves

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tottenham fór illa að ráði sínu í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið tapaði 1-3 fyrir nýliðum Wolverhampton Wanderers en Tottenham komst yfir í leiknum.

„Við höfðum ekki orkuna til að gera út um leikinn. Það sást á síðustu 20 mínútunum. Við vorum farnir að finna fyrir því og vorum að undirbúa skiptingu. Við ætluðum að setja Oliver Skipp inn á til að fá ferska fætur en þá skoruðu þeir,“ segir Pochettino.

Tottenham var á hörkusiglingu þegar kom að leiknum í gær og hafði unnið stórsigra á Everton og Bournemouth yfir hátíðarnar. Mikil orka fór í þá leiki að mati Pochettino.

„Leikurinn var undir okkar stjórn í fyrri hálfleik og við sváfum kannski á verðinum. Við héldum að þetta væri komið. Munurinn á þessum leik og leikjunum gegn Everton og Bournemouth var að við náðum ekki að drepa leikinn,“ segir Pochettino.

Viðtalið við Pochettino í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×