Enski boltinn

Sarri vill halda Fabregas

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fabregas fær lítið að spila undir stjórn Sarri
Fabregas fær lítið að spila undir stjórn Sarri vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, lítur á spænska miðjumanninn Cesc Fabregas sem mikilvægan hlekk í leikmannahópnum og vill ekki selja hann í janúar.

Fabregas hefur komið við sögu í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og aðeins einu sinni verið í byrjunarliðinu. Er þessi 31 árs gamli Spánverji sagður þreyttur á bekkjarsetunni og því farinn að hugsa sér til hreyfings.

„Í þessari stöðu höfum við aðeins tvo leikmenn, Jorginho og Fabregas, svo það kæmi mér í vandræði að vera án Cesc. Ég vil halda honum en ég veit ekki hvað verður. Það er líka hans ákvörðun og auðvitað félagsins.“

„Fyrir mitt leyti er mikilvægt að halda honum og ef hann fer frá okkur þurfum við að kaupa annan leikmann í þessa stöðu, það er ekki auðvelt,“ segir Sarri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×