BYKO áfrýjar til Landsréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2018 19:24 Samkeppniseftirlitið hafði sektað Byko um 650 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd hafði lækkað sektina í 65 milljónir króna en Héraðsdómur Reykjavíkur hækkaði hana í dag í 400 milljónir króna. Vísir BYKO mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar í máli Samkeppniseftirlitsins gegn fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BYKO. Í gær var greint frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði staðfest að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og hækkað álagða sekt í 400 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. Í tilkynningu BYKO, sem send var út á áttunda tímanum í kvöld og undirrituð er af Sigurði B. Pálssyni, forstjóra BYKO, segir að niðurstaðan valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að dóminum verði áfrýjað til Landsréttar enda sé fyrirtækið sannfært um sakleysi sitt. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar, sem dómur héraðsdóms byggir að stórum hluta á, til efnislegrar meðferðar. Aðdraganda málsins má rekja til maímánaðar árið 2015 þegar Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna.Tilkynning BYKO í heild sinni:Héraðsdómur kemst að annarri niðurstöðu en áfrýjunarnefnd samkeppnismála um fjárhæð sekta og hækkar sektir margfalt eða úr 65 milljónum króna í 400 milljónir króna. Héraðsdómur byggir að stórum hluta á dómi Hæstaréttar frá árinu 2016 í málaferlum gegn starfsfólki sem hlut átti að þessu sama máli. Sá dómur var að okkar mati óréttlátur og vankantar á málsmeðferð. Í gær barst okkur tilkynning um að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar til efnislegrar meðferðar. Kópavogi 17. maí 2018Sigurður B. Pálssonforstjóri BYKO Tengdar fréttir Báðir íhuga að skjóta Byko-máli til dómstóla Byko og Samkeppniseftirlitið íhuga bæði að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Forstjóri Norvikur, móðurfélags Byko, segist hafa efasemdir um íslenska réttarkerfið eftir áralanga rannsókn á fyrirtækinu. 3. október 2015 07:00 BYKO gert að greiða tíunda hluta upphaflegrar sektar Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. 1. október 2015 18:16 Steinull hf. sektuð um fimmtán milljónir króna Veittu Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull. 2. nóvember 2015 22:01 Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
BYKO mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar í máli Samkeppniseftirlitsins gegn fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BYKO. Í gær var greint frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði staðfest að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og hækkað álagða sekt í 400 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. Í tilkynningu BYKO, sem send var út á áttunda tímanum í kvöld og undirrituð er af Sigurði B. Pálssyni, forstjóra BYKO, segir að niðurstaðan valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að dóminum verði áfrýjað til Landsréttar enda sé fyrirtækið sannfært um sakleysi sitt. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar, sem dómur héraðsdóms byggir að stórum hluta á, til efnislegrar meðferðar. Aðdraganda málsins má rekja til maímánaðar árið 2015 þegar Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna.Tilkynning BYKO í heild sinni:Héraðsdómur kemst að annarri niðurstöðu en áfrýjunarnefnd samkeppnismála um fjárhæð sekta og hækkar sektir margfalt eða úr 65 milljónum króna í 400 milljónir króna. Héraðsdómur byggir að stórum hluta á dómi Hæstaréttar frá árinu 2016 í málaferlum gegn starfsfólki sem hlut átti að þessu sama máli. Sá dómur var að okkar mati óréttlátur og vankantar á málsmeðferð. Í gær barst okkur tilkynning um að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar til efnislegrar meðferðar. Kópavogi 17. maí 2018Sigurður B. Pálssonforstjóri BYKO
Tengdar fréttir Báðir íhuga að skjóta Byko-máli til dómstóla Byko og Samkeppniseftirlitið íhuga bæði að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Forstjóri Norvikur, móðurfélags Byko, segist hafa efasemdir um íslenska réttarkerfið eftir áralanga rannsókn á fyrirtækinu. 3. október 2015 07:00 BYKO gert að greiða tíunda hluta upphaflegrar sektar Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. 1. október 2015 18:16 Steinull hf. sektuð um fimmtán milljónir króna Veittu Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull. 2. nóvember 2015 22:01 Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Báðir íhuga að skjóta Byko-máli til dómstóla Byko og Samkeppniseftirlitið íhuga bæði að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Forstjóri Norvikur, móðurfélags Byko, segist hafa efasemdir um íslenska réttarkerfið eftir áralanga rannsókn á fyrirtækinu. 3. október 2015 07:00
BYKO gert að greiða tíunda hluta upphaflegrar sektar Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. 1. október 2015 18:16
Steinull hf. sektuð um fimmtán milljónir króna Veittu Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull. 2. nóvember 2015 22:01
Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00