Deila um nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2018 21:00 Deilt er um íþróttaaðstöðu og nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Minnihlutinn gagnrýnir tug milljóna króna hönnunarsamkeppni sem muni að öllum líkindum ekki nýtast. Meirihlutinn vill leggja ákvörðunina undir íbúana. Fyrir utan hagsmunagæslu Ísafjarðarbæjar þegar kemur að laxeldi, raforku og samgöngum þá má segja að heitasta málið fyrir sveitastjórnarkosningarnar sé sundlaugin. Ísfirðingar vilja stærri sundlaug, deilt er um hvort byggja eigi við gömlu sundlaugina hér í hjarta miðbæjarins eða byggja nýja sundlaug hér á Torfnesi þar sem öll önnu íþróttaaðstaða er.Daníel Jakobsson.Vísir/EgillOddviti Sjálfstæðismanna gagnrýnir almennt framkvæmdaleysi meirihlutans síðustu fjögur ár þrátt fyrir auknar tekjur. Plön hafi legið fyrir að byggja upp íþróttahús og sundlaug á nýju svæði. „Núverandi meirihluti ákvað að fara í 20-30 milljón króna könnun um hvernig væri hægt að endurbæta núverandi sundlaug. Það var aldrei vilji fyrir því verkefnim,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Framsóknarmenn eru sammála. „Ég held að menn séu komnir í ógöngur með þetta. Við viljum fara á Torfunes og skipuleggja svæðið þar heildstætt,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ. 25 milljónir fóru í hönnunarsamkeppni á gömlu lauginni og var sigurtillagan lögð fyrir íbúana.Arna Lára Jónsdóttir.Vísir/Egill„Hvað viljum við gera með þetta? Viljum við vinna með þessa gömlu laug eða bíða lengur og gera alvöru laug. Eða þriðja leiðin, gera samstarf við ágætu nágranna í Bolungarvík og byggja laug með þeim. Um þetta erum við að spyrja í skoðunarkönnun og við hljótum að taka mark á því sem íbúar segja,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Arna Lára segir tekjur bæjarfélagsins vissulega hafa aukist og loks sé bæjarbúum að fjölga en margt varðandi grunnþjónustu hafi setið á hakanum síðasta áratuginn „Af því eins og ég sagði áðan erum við með rosalega mörg stór verkefni framundan og við þurfum að forgangsraða fjármagni.“ Ísafjarðarbær Kosningar 2018 Sundlaugar Tengdar fréttir Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Deilt er um íþróttaaðstöðu og nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Minnihlutinn gagnrýnir tug milljóna króna hönnunarsamkeppni sem muni að öllum líkindum ekki nýtast. Meirihlutinn vill leggja ákvörðunina undir íbúana. Fyrir utan hagsmunagæslu Ísafjarðarbæjar þegar kemur að laxeldi, raforku og samgöngum þá má segja að heitasta málið fyrir sveitastjórnarkosningarnar sé sundlaugin. Ísfirðingar vilja stærri sundlaug, deilt er um hvort byggja eigi við gömlu sundlaugina hér í hjarta miðbæjarins eða byggja nýja sundlaug hér á Torfnesi þar sem öll önnu íþróttaaðstaða er.Daníel Jakobsson.Vísir/EgillOddviti Sjálfstæðismanna gagnrýnir almennt framkvæmdaleysi meirihlutans síðustu fjögur ár þrátt fyrir auknar tekjur. Plön hafi legið fyrir að byggja upp íþróttahús og sundlaug á nýju svæði. „Núverandi meirihluti ákvað að fara í 20-30 milljón króna könnun um hvernig væri hægt að endurbæta núverandi sundlaug. Það var aldrei vilji fyrir því verkefnim,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Framsóknarmenn eru sammála. „Ég held að menn séu komnir í ógöngur með þetta. Við viljum fara á Torfunes og skipuleggja svæðið þar heildstætt,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ. 25 milljónir fóru í hönnunarsamkeppni á gömlu lauginni og var sigurtillagan lögð fyrir íbúana.Arna Lára Jónsdóttir.Vísir/Egill„Hvað viljum við gera með þetta? Viljum við vinna með þessa gömlu laug eða bíða lengur og gera alvöru laug. Eða þriðja leiðin, gera samstarf við ágætu nágranna í Bolungarvík og byggja laug með þeim. Um þetta erum við að spyrja í skoðunarkönnun og við hljótum að taka mark á því sem íbúar segja,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Arna Lára segir tekjur bæjarfélagsins vissulega hafa aukist og loks sé bæjarbúum að fjölga en margt varðandi grunnþjónustu hafi setið á hakanum síðasta áratuginn „Af því eins og ég sagði áðan erum við með rosalega mörg stór verkefni framundan og við þurfum að forgangsraða fjármagni.“
Ísafjarðarbær Kosningar 2018 Sundlaugar Tengdar fréttir Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00