Páfagarður vill hertar reglur um „siðlaust“ fjármálakerfi Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2018 11:34 Frans páfi hefur þótt frjálslyndari í sumum efnum en forverar hans. Páfagarður hefur nú gefið út yfirlýsingu sem virðist beint að afregluvæðingu fjármálakerfis heimsins. Vísir/AFP Efnahagskreppur eru sannanir þess að markaðir og fjármálakerfi hafi ekki reynst fær um að stjórna sjálfum sér og þörf er á siðferði og hertum reglum að mati Páfagarðs. Í opinberri yfirlýsingu gagnrýnir kaþólska kirkjan „glannalega og siðlausa menningu sóunar“. Skjöl sem þetta eru talin opinberar kenningar kaþólsku kirkjunnar. Tvær deildir Páfagarðs sömdu yfirlýsinguna sem er fimmtán blaðsíðna löng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páfagarður lýsir því yfir að hagnaður sem er aðeins hagnaðarins vegna en ekki til almannaheilla sé „ólögmætur“. Menning sóunar hafi skapað fámennisstjórnir í sumum löndum á sama tíma og mikill fjöldi fátæks fólks eigi sér engrar undankomu auðið. Ákveðum fjármálagjörningum er lýst sem „efnahagslegu mannáti“ í yfirlýsingu Páfagarðs. Sumar gerðir svonefndrar afleiða væru „tifandi tímasprengja sem er við það að springa fyrr eða seinna og eitra fyrir heilsu markaða“. Velferð meirihluta mannkynsins velti á mörkuðum og þeir verði að byggja á traustum siðferðislegum grunni til að hjálpa öllum, þar á meðal þeim sem búa við örbirgð. Gagnrýnir Páfagarður viðbrögð landa heims við efnahagskreppunni. Í stað þess að búa til nýtt efnahagskerfi virðist stefnan nú tekin á sömu brestina sem voru ríkjandi fyrir hrunið. Því kallar Páfagarður eftir hertum reglum. Ein helsta orsök efnahagshrunsins hafi verið „ósiðleg hegðun fulltrúa fjármálaheimsins“. Leggur hann til að skilja að viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, koma þurfi á fót siðanefndum innan banka og kenna þurfi siðfræði í helstu viðskiptaskólum heims. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnahagskreppur eru sannanir þess að markaðir og fjármálakerfi hafi ekki reynst fær um að stjórna sjálfum sér og þörf er á siðferði og hertum reglum að mati Páfagarðs. Í opinberri yfirlýsingu gagnrýnir kaþólska kirkjan „glannalega og siðlausa menningu sóunar“. Skjöl sem þetta eru talin opinberar kenningar kaþólsku kirkjunnar. Tvær deildir Páfagarðs sömdu yfirlýsinguna sem er fimmtán blaðsíðna löng, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páfagarður lýsir því yfir að hagnaður sem er aðeins hagnaðarins vegna en ekki til almannaheilla sé „ólögmætur“. Menning sóunar hafi skapað fámennisstjórnir í sumum löndum á sama tíma og mikill fjöldi fátæks fólks eigi sér engrar undankomu auðið. Ákveðum fjármálagjörningum er lýst sem „efnahagslegu mannáti“ í yfirlýsingu Páfagarðs. Sumar gerðir svonefndrar afleiða væru „tifandi tímasprengja sem er við það að springa fyrr eða seinna og eitra fyrir heilsu markaða“. Velferð meirihluta mannkynsins velti á mörkuðum og þeir verði að byggja á traustum siðferðislegum grunni til að hjálpa öllum, þar á meðal þeim sem búa við örbirgð. Gagnrýnir Páfagarður viðbrögð landa heims við efnahagskreppunni. Í stað þess að búa til nýtt efnahagskerfi virðist stefnan nú tekin á sömu brestina sem voru ríkjandi fyrir hrunið. Því kallar Páfagarður eftir hertum reglum. Ein helsta orsök efnahagshrunsins hafi verið „ósiðleg hegðun fulltrúa fjármálaheimsins“. Leggur hann til að skilja að viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, koma þurfi á fót siðanefndum innan banka og kenna þurfi siðfræði í helstu viðskiptaskólum heims.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira