Áhrifin geta komið fram samstundis Dr. Kjetil Hindar skrifar 17. maí 2018 09:51 Rannsóknir mínar hafa verið nefndar sem sönnun þess að hrygning strokulaxa úr sjókvíaeldi í ám þurfi að standa yfir í áratugi svo raunveruleg hætta skapist á erfðablöndun milli eldislax og villts lax. Þetta er röng túlkun á rannsóknum á atlantshafslaxi í Noregi og öðrum löndum. Stýrðar tilraunir í náttúrulegum árkerfum í Noregi og Írlandi sýna að áhrif eldislaxa á villta stofna geta komið fram samstundis. Áhrifin geta falið í sér erfðafræðilegar og lífsögulegar breytingar og samdrátt í fjölgun viðkomandi stofna. Þetta gerist þrátt fyrir að hver eldislax hafi takmarkaða hæfileika til að komast af í náttúrunni. Í erfðafræðilegri greiningu á um 150 villtum laxastofnum í Noregi (um þrír fjórðu villtra stofna landsins) sýndi helmingur stofna afgerandi erfðafræðilegar breytingar vegna hrygningar strokufisks úr eldi. Enn fremur sýndu rannsóknir á meira en 4.000 fullorðnum villtum löxum úr 62 ám, að erfðaþættir úr eldisfiski höfðu valdið breytingum á mikilvægum eiginleikum villts lax á borð við hvenær fiskurinn verður kynþroska og hversu hratt hann vex. Meðal niðurstaða sérfræðingahóps sem var skipaður af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) árið 2016 var að: „Umtalsverð fækkun þarf að verða á strokufiski úr laxeldi, eða hefja þarf eldi á ófrjóum fiski, til að lágmarka áhrifin á náttúrulega stofna.“ Ef eldi í sjó við Ísland á að byggjast á stofni af norskum eldislaxi, myndi fyllstu aðgátar vera gætt ef notaður væri ófrjór fiskur í eldinu. Annar möguleiki er búnaður þar sem tryggt er að fiskur sleppur ekki. Ástæðan er sú að íslenskur lax er með aðra erfðafræðilega sögu en lax frá Noregi. Rétt er að geta þess að norsk yfirvöld hafa nýlega bannað innflutning á frjóum eldislaxi til Noregs nema hægt sé að sýna fram á að laxinn sé af hreinum erfðafræðilegum norskum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir mínar hafa verið nefndar sem sönnun þess að hrygning strokulaxa úr sjókvíaeldi í ám þurfi að standa yfir í áratugi svo raunveruleg hætta skapist á erfðablöndun milli eldislax og villts lax. Þetta er röng túlkun á rannsóknum á atlantshafslaxi í Noregi og öðrum löndum. Stýrðar tilraunir í náttúrulegum árkerfum í Noregi og Írlandi sýna að áhrif eldislaxa á villta stofna geta komið fram samstundis. Áhrifin geta falið í sér erfðafræðilegar og lífsögulegar breytingar og samdrátt í fjölgun viðkomandi stofna. Þetta gerist þrátt fyrir að hver eldislax hafi takmarkaða hæfileika til að komast af í náttúrunni. Í erfðafræðilegri greiningu á um 150 villtum laxastofnum í Noregi (um þrír fjórðu villtra stofna landsins) sýndi helmingur stofna afgerandi erfðafræðilegar breytingar vegna hrygningar strokufisks úr eldi. Enn fremur sýndu rannsóknir á meira en 4.000 fullorðnum villtum löxum úr 62 ám, að erfðaþættir úr eldisfiski höfðu valdið breytingum á mikilvægum eiginleikum villts lax á borð við hvenær fiskurinn verður kynþroska og hversu hratt hann vex. Meðal niðurstaða sérfræðingahóps sem var skipaður af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) árið 2016 var að: „Umtalsverð fækkun þarf að verða á strokufiski úr laxeldi, eða hefja þarf eldi á ófrjóum fiski, til að lágmarka áhrifin á náttúrulega stofna.“ Ef eldi í sjó við Ísland á að byggjast á stofni af norskum eldislaxi, myndi fyllstu aðgátar vera gætt ef notaður væri ófrjór fiskur í eldinu. Annar möguleiki er búnaður þar sem tryggt er að fiskur sleppur ekki. Ástæðan er sú að íslenskur lax er með aðra erfðafræðilega sögu en lax frá Noregi. Rétt er að geta þess að norsk yfirvöld hafa nýlega bannað innflutning á frjóum eldislaxi til Noregs nema hægt sé að sýna fram á að laxinn sé af hreinum erfðafræðilegum norskum uppruna.
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar