Forsaga kvótans Þorvaldur Gylfason skrifar 17. maí 2018 07:00 Þegar fiskstofnar á Íslandsmiðum virtust vera að þrotum komnir árin eftir 1970 m.a. af völdum ofveiði, sökktu ýmsir hagfræðingar sér niður í málið. Gunnar Tómasson hagfræðingur var þá sá Íslendingur sem mesta reynslu hafði af störfum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Gunnar mælti í rómuðu viðtali við Eimreiðina 1974 með veiðigjaldi til að koma efnahagslífi landsins á réttan kjöl, en verðbólga var þá mikil og efnahagurinn óstöðugur.Gjald, ekki skattur Bjarni Bragi Jónsson, síðar aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, lýsti einnig þeirri skoðun að hagkvæmasta leiðin til að stýra fiskveiðum við Ísland væri með veiðigjaldi sem hann kallaði auðlindaskatt eins og þá tíðkaðist. Síðar var á það bent að orðið „gjald“ á betur við en „skattur“ þar eð gjald kemur fyrir veitta þjónustu, t.d. réttinn til að veiða lax eða þorsk. Eigandi laxveiðár eða leiguíbúðar leggur ekki skatt heldur gjald á gesti sína. Bjarni Bragi kynnti niðurstöður sínar á 22. ársfundi norrænna hagfræðinga í Reykjavík 1975. Ritgerð hans birtist í Fjármálatíðindum, tímariti Seðlabanka Íslands, síðar sama ár ásamt lofsamlegum ummælum tveggja erlendra hagfræðinga. Per Magnus Wijkman, síðar aðalhagfræðingur EFTA, sagði í sinni athugasemd: „Löndunargjald á veiddan afla eða uppboð veiðiheimilda eru líklega beztu leiðirnar til að tryggja hagkvæma stjórn sóknar á fiskimiðin án mismununar“ [Mín þýðing, ÞG]. Bjarni Bragi Jónsson vitnar í ritgerð sinni í umræður meðal íslenzkra hagfræðinga frá árunum eftir 1960 og minnist þess að hann hafi fyrst mælt opinberlega fyrir veiðigjaldi 1962. Bjarni tilgreinir að Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráðherra hafi 1965 mælt fyrir stofnun tekjujöfnunarsjóðs sem fjár skyldi aflað til með gjaldtöku í sjávarútvegi. Bjarni Bragi vitnar einnig í Jónas Haralz sem var einn helzti efnahagsráðunautur ríkisstjórna frá því fyrir 1960 og fram yfir 1970, en Jónas segir í ræðu 1967: „Beinasta aðferðin hefði verið að leggja sérstakt gjald á þær atvinnugreinar, sem hafa sérstaka aðstöðu til að hagnýta fiskimiðin í kringum landið, á hliðstæðan hátt og víða um heim eru greidd sérstök gjöld fyrir hagnýtingu olíulinda eða náma.“ Jón Sigurðsson, eftirmaður Jónasar sem efnahagsráðunautur ríkisstjórna á áttunda áratugnum og langt fram eftir hinum níunda og síðar ráðherra og seðlabankastjóri, var sama sinnis. Og það var einnig Þórður Friðjónsson, eftirmaður Jóns sem forstjóri Þjóðhagsstofnunar næstu 15 árin þar á eftir. Þórður sagði í ræðu 1994 að „ … hagkvæmasta leiðin til að leysa sambúðarvanda iðnaðar og sjávarútvegs sé að beita einhvers konar gjaldtöku fyrir nýtingarrétt á auðlindinni“. Sem sagt: Allir þrír aðalefnahagsráðunautar ríkisstjórna frá 1956 til 2002 mæltu opinberlega fyrir veiðigjaldi. (Sögunni lýkur 2002 þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður.) Fleiri menn lögðu hönd á plóg. Rögnvaldur Hannesson varði doktorsritgerð um fiskihagfræði í Lundi 1974 og fjallaði þar m.a. um veiðigjald. Kristján Friðriksson, kenndur við Últímu, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hélt ræðu á þingi 1975 þar sem hann mælti fyrir veiðigjaldi. Gylfi Þ. Gíslason lýsti rökunum fyrir veiðigjaldi í Fjármálatíðindum 1977 og í röð fimm stuttra greina í Vísi 1979 í ritstjórnartíð Þorsteins Pálssonar, síðar forsætisráðherra. Arðinn til þjóðarinnar Að lokinni ráðstefnu um fiskveiðistjórn að Laugarvatni 1979 birti Morgunblaðið rækileg viðtöl við þrjá sérfræðinga. Ragnar Árnason hagfræðingur, síðar prófessor, sagði þar: „ … skiptir það miklu máli að velja kerfi sem er þannig, að samkv. því sé unnt að sjá til þess að enginn beri skertan hlut frá borði. Þar koma helst til greina tvær leiðir, annars vegar það að ríkið selji veiðileyfin og hins vegar auðlindaskatturinn, sem er skattur á aflamagn.“ Áður hafði Ragnar skrifað 1977 „ … að væri rétt upphæð auðlindaskatts lögð á annað hvort sókn eða afla, myndi það leiða til þess, að hagkvæmasta lausn næðist. Sama árangri væri unnt að ná á auðveldari hátt með útgáfu veiðileyfa fyrir afla að því tilskildu að fullkominn markaður myndaðist um kaup þeirra og sölu“. Einar Júlíusson eðlisfræðingur sagði við Morgunblaðið: „Burtséð frá þjóðnýtingu, sem ég tel óæskilega, er auðlindaskattur eina leiðin.“ Þorkell Helgason stærðfræðingur, síðar prófessor, orkumálastjóri og stjórnlagaráðsmaður, leiddi talið að réttlæti: „Ég fæ ekki séð neina aðra sanngjarna leið en einhvers konar auðlindaskatt eða veiðileyfasölu. Í fyrstu mætti nota þessar skatttekjur til að ná fram raunverulegum samdrætti í úthaldi með því að kaupa upp óhagkvæmustu veiðiskipin. En þegar fiskistofnarnir hafa rétt við tel ég slíka skattheimtu eðlilega aðferð til að dreifa stórauknum arði veiðanna til þjóðarinnar.“ Dæmin sýna að hagfræðingar og aðrir sérfræðingar stóðu í stykkinu. Allt kom fyrir ekki Þrátt fyrir þessar rökræður allar ákvað Alþingi að hafna veiðigjaldi þar til málamyndagjald var loksins lögfest 2002. Alþingi kaus heldur að búa til stétt auðmanna í sjávarútvegi, auðmanna sem moka fé í stjórnmálamenn og flokka í skiptum fyrir varðstöðu um óbreytt ástand. Þannig er t.d. Morgunblaðinu haldið gangandi fram á þennan dag. Einn auðmaðurinn keypti nýlega hlut í HB Granda fyrir 21,7 milljarða króna af tveim vinum sínum. Andvirði viðskiptanna jafngildir 250.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Landsbanki Íslands hafði áður (2011) afskrifað skuldir kaupandans fyrir – nú verðurðu hissa! – 20 milljarða króna. Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar fiskstofnar á Íslandsmiðum virtust vera að þrotum komnir árin eftir 1970 m.a. af völdum ofveiði, sökktu ýmsir hagfræðingar sér niður í málið. Gunnar Tómasson hagfræðingur var þá sá Íslendingur sem mesta reynslu hafði af störfum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Gunnar mælti í rómuðu viðtali við Eimreiðina 1974 með veiðigjaldi til að koma efnahagslífi landsins á réttan kjöl, en verðbólga var þá mikil og efnahagurinn óstöðugur.Gjald, ekki skattur Bjarni Bragi Jónsson, síðar aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, lýsti einnig þeirri skoðun að hagkvæmasta leiðin til að stýra fiskveiðum við Ísland væri með veiðigjaldi sem hann kallaði auðlindaskatt eins og þá tíðkaðist. Síðar var á það bent að orðið „gjald“ á betur við en „skattur“ þar eð gjald kemur fyrir veitta þjónustu, t.d. réttinn til að veiða lax eða þorsk. Eigandi laxveiðár eða leiguíbúðar leggur ekki skatt heldur gjald á gesti sína. Bjarni Bragi kynnti niðurstöður sínar á 22. ársfundi norrænna hagfræðinga í Reykjavík 1975. Ritgerð hans birtist í Fjármálatíðindum, tímariti Seðlabanka Íslands, síðar sama ár ásamt lofsamlegum ummælum tveggja erlendra hagfræðinga. Per Magnus Wijkman, síðar aðalhagfræðingur EFTA, sagði í sinni athugasemd: „Löndunargjald á veiddan afla eða uppboð veiðiheimilda eru líklega beztu leiðirnar til að tryggja hagkvæma stjórn sóknar á fiskimiðin án mismununar“ [Mín þýðing, ÞG]. Bjarni Bragi Jónsson vitnar í ritgerð sinni í umræður meðal íslenzkra hagfræðinga frá árunum eftir 1960 og minnist þess að hann hafi fyrst mælt opinberlega fyrir veiðigjaldi 1962. Bjarni tilgreinir að Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráðherra hafi 1965 mælt fyrir stofnun tekjujöfnunarsjóðs sem fjár skyldi aflað til með gjaldtöku í sjávarútvegi. Bjarni Bragi vitnar einnig í Jónas Haralz sem var einn helzti efnahagsráðunautur ríkisstjórna frá því fyrir 1960 og fram yfir 1970, en Jónas segir í ræðu 1967: „Beinasta aðferðin hefði verið að leggja sérstakt gjald á þær atvinnugreinar, sem hafa sérstaka aðstöðu til að hagnýta fiskimiðin í kringum landið, á hliðstæðan hátt og víða um heim eru greidd sérstök gjöld fyrir hagnýtingu olíulinda eða náma.“ Jón Sigurðsson, eftirmaður Jónasar sem efnahagsráðunautur ríkisstjórna á áttunda áratugnum og langt fram eftir hinum níunda og síðar ráðherra og seðlabankastjóri, var sama sinnis. Og það var einnig Þórður Friðjónsson, eftirmaður Jóns sem forstjóri Þjóðhagsstofnunar næstu 15 árin þar á eftir. Þórður sagði í ræðu 1994 að „ … hagkvæmasta leiðin til að leysa sambúðarvanda iðnaðar og sjávarútvegs sé að beita einhvers konar gjaldtöku fyrir nýtingarrétt á auðlindinni“. Sem sagt: Allir þrír aðalefnahagsráðunautar ríkisstjórna frá 1956 til 2002 mæltu opinberlega fyrir veiðigjaldi. (Sögunni lýkur 2002 þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður.) Fleiri menn lögðu hönd á plóg. Rögnvaldur Hannesson varði doktorsritgerð um fiskihagfræði í Lundi 1974 og fjallaði þar m.a. um veiðigjald. Kristján Friðriksson, kenndur við Últímu, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hélt ræðu á þingi 1975 þar sem hann mælti fyrir veiðigjaldi. Gylfi Þ. Gíslason lýsti rökunum fyrir veiðigjaldi í Fjármálatíðindum 1977 og í röð fimm stuttra greina í Vísi 1979 í ritstjórnartíð Þorsteins Pálssonar, síðar forsætisráðherra. Arðinn til þjóðarinnar Að lokinni ráðstefnu um fiskveiðistjórn að Laugarvatni 1979 birti Morgunblaðið rækileg viðtöl við þrjá sérfræðinga. Ragnar Árnason hagfræðingur, síðar prófessor, sagði þar: „ … skiptir það miklu máli að velja kerfi sem er þannig, að samkv. því sé unnt að sjá til þess að enginn beri skertan hlut frá borði. Þar koma helst til greina tvær leiðir, annars vegar það að ríkið selji veiðileyfin og hins vegar auðlindaskatturinn, sem er skattur á aflamagn.“ Áður hafði Ragnar skrifað 1977 „ … að væri rétt upphæð auðlindaskatts lögð á annað hvort sókn eða afla, myndi það leiða til þess, að hagkvæmasta lausn næðist. Sama árangri væri unnt að ná á auðveldari hátt með útgáfu veiðileyfa fyrir afla að því tilskildu að fullkominn markaður myndaðist um kaup þeirra og sölu“. Einar Júlíusson eðlisfræðingur sagði við Morgunblaðið: „Burtséð frá þjóðnýtingu, sem ég tel óæskilega, er auðlindaskattur eina leiðin.“ Þorkell Helgason stærðfræðingur, síðar prófessor, orkumálastjóri og stjórnlagaráðsmaður, leiddi talið að réttlæti: „Ég fæ ekki séð neina aðra sanngjarna leið en einhvers konar auðlindaskatt eða veiðileyfasölu. Í fyrstu mætti nota þessar skatttekjur til að ná fram raunverulegum samdrætti í úthaldi með því að kaupa upp óhagkvæmustu veiðiskipin. En þegar fiskistofnarnir hafa rétt við tel ég slíka skattheimtu eðlilega aðferð til að dreifa stórauknum arði veiðanna til þjóðarinnar.“ Dæmin sýna að hagfræðingar og aðrir sérfræðingar stóðu í stykkinu. Allt kom fyrir ekki Þrátt fyrir þessar rökræður allar ákvað Alþingi að hafna veiðigjaldi þar til málamyndagjald var loksins lögfest 2002. Alþingi kaus heldur að búa til stétt auðmanna í sjávarútvegi, auðmanna sem moka fé í stjórnmálamenn og flokka í skiptum fyrir varðstöðu um óbreytt ástand. Þannig er t.d. Morgunblaðinu haldið gangandi fram á þennan dag. Einn auðmaðurinn keypti nýlega hlut í HB Granda fyrir 21,7 milljarða króna af tveim vinum sínum. Andvirði viðskiptanna jafngildir 250.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Landsbanki Íslands hafði áður (2011) afskrifað skuldir kaupandans fyrir – nú verðurðu hissa! – 20 milljarða króna. Meira næst.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun