Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sjöunda tímanum í kvöld vegna alvarlegs bílslyss sem varð á Borgarfjarðarbraut austur af Borgarnesi í kvöld. Um var að ræða bílveltu en ökumaður var einn í bílnum. Var hann fluttur með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi.
Unnið er að rannsókn á tildrögum slyssins. Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi, rannsóknarnefnd umferðarslysa og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi.
Veginum er lokað tímabundið við Flókadalsá vegna slyssins að því er fram kemur í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Hjáleið er um Flókadalsveg (515).
Fréttin var uppfærð klukkan 21:17.
