Hverfisbarinn harmar ummæli um transkonu en vísar í reglur um klæðaburð Andri Eysteinsson skrifar 11. nóvember 2018 18:23 Hverfisbarinn, sem stendur við Hverfisgötu, er einn vinsælasti skemmtistaður landsins. Fréttablaðið/Eyþór Skemmtistaðurinn Hverfisbarinn við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur hefur sætt mikilli gagnrýni í dag eftir frásagnir systra sem vikið var af staðnum í gærkvöldi. Rakel Brandt greindi frá atburðinum á Twitter síðu sinni í dag þar sem hún sagði að þeim hefði verið vísað á dyr vegna þess að systir hennar væri transkona. Rekstrarstjóri Hverfisbarsins segir að á staðnum gildi reglur um klæðaburð og það hafi verið ástæðan fyrir því að fólkinu var vísað út. Enginn starfsmaður hafi vitað að um transkonu væri að ræða.Hverfisbarinn bauð mig velkomna með afmælið mitt en rak mig svo úr fyrir að elskulega systir mín er trans , fokk hverfisbarinn - ekkert buisness þar, endilega vekið athygli!!! Ojjj — sultuslöklök (@glytta) November 10, 2018Geta ekki hleypt gaur í kellingapels inn á staðinn Í samtali við Fréttablaðið segir Rakel að hún hafi verið að halda upp á afmæli sitt á staðnum þar sem Hverfisbarinn hafði boðið henni og föruneyti hennar sérkjör á drykkjum. Rakel segist hafa mætt með systur sinni, Sæborgu Ninju Guðmundsdóttur, á skemmtistaðinn snemma kvölds en Sæborg er transkona.Fréttablaðið hefur eftir Sæborgu að dyravörður staðarins hafi sett út á klæðaburð þeirra systra og tjáð þeim að þær mættu bara vera á staðnum til miðnættis. Sæborg segir að um klukkan ellefu hafi þeim systrum hins vegar verið gert að yfirgefa staðinn. Rakel segist hafa spurt dyravörðinn hvort þeim hefði verið vísað frá vegna þess að Sæborg væri trans. Mun dyravörðurinn hafa sagt þeim að þær mættu túlka þetta eins og þær vildu. Ída Finnbogadóttir, vinkona Rakelar, hefur eftir téðum dyraverði að hann geti ekki bara hleypt gaur í kellingarpels inn á staðinn.Hann orðrétt „gat bara ekki hleypt gaur í kellingapels inn á staðinn“ — Ída Finnbogadóttir (@idafinnbogad) November 11, 2018 Hverfisbarinn hefur verið gagnrýndur harðlega í kjölfar atburðarins og rignir yfir staðinn neikvæðum umsögnum á Facebook-síðu staðarins. Stúdentahreyfingin Röskva brást við frásögninni með því að hætta við að halda stærsta viðburð sinn á skólaárinu, Ragnarrök, á staðnum. Röskva birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni og í henni segir að Röskva standi fyrir jafnrétti og vilji að öllum líði vel á atburðum fylkingarinnar. Því hafi Röskva ákveðið að færa viðskipti sín annað.Vilja koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig Cesar Santi, rekstrarstjóri Hverfisbarsins, sendi Vísi skriflega yfirlýsingu vegna gagnrýninnar. Þar kemur fram að dyraverðir hafi ekki vitað að transmanneskja væri á meðal þeirra sem vísað var á dyr. „Það sækir fjöldinn allur af fólki staðinn hjá okkur og við bjóðum þau öll velkomin. Við setjum hins vegar reglur varðandi lágmarksaldur og klæðaburð.“ Tilkynninguna sem Cesar sendi Vísi má sjá hér að neðan.„Enginn starfsmaður vissi til þess að trans manneskja hafi verið í hópnum sem hafi verið vísað frá Hverfis, dyravörður hefur látið úr sér óþarfa ummæli sem endurspegli ekki gildi Hverfisbarsins og við hörmum það innilega. Fundur mun verða tekinn með dyravörðum til að passa upp á að svona atvik endurtaki sig ekki. Engu að síður þá hafi starfsmenn verið að vinna eftir dresscode sem staðurinn setur, það sækir fjöldinn allur af fólki staðinn hjá okkur og við bjóðum þau öll velkominn. Við setjum hins vegar reglur varðandi lágmarksaldur og klæðaburð.“ Tengdar fréttir Segir óboðlegt að klósett fyrir fatlaða séu nýtt sem geymsla Gunnar Karl Haraldsson, nemi í tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, kveðst hættur að pirra sig á slæmu aðgengi fyrir fatlaða en hann lenti í því á Hverfisbarnum á laugardag að komast ekki óhindrað á klósettið fyrir fatlaða þar sem það er nýtt sem geymsla. 4. apríl 2018 15:49 Eigendur B5 endurvekja Hverfisbarinn Rekstraraðilar sáu sóknarfæri í breyttu og betrumbættu umhverfi við Hverfisgötu. 28. febrúar 2017 16:03 Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Skemmtistaðurinn Hverfisbarinn við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur hefur sætt mikilli gagnrýni í dag eftir frásagnir systra sem vikið var af staðnum í gærkvöldi. Rakel Brandt greindi frá atburðinum á Twitter síðu sinni í dag þar sem hún sagði að þeim hefði verið vísað á dyr vegna þess að systir hennar væri transkona. Rekstrarstjóri Hverfisbarsins segir að á staðnum gildi reglur um klæðaburð og það hafi verið ástæðan fyrir því að fólkinu var vísað út. Enginn starfsmaður hafi vitað að um transkonu væri að ræða.Hverfisbarinn bauð mig velkomna með afmælið mitt en rak mig svo úr fyrir að elskulega systir mín er trans , fokk hverfisbarinn - ekkert buisness þar, endilega vekið athygli!!! Ojjj — sultuslöklök (@glytta) November 10, 2018Geta ekki hleypt gaur í kellingapels inn á staðinn Í samtali við Fréttablaðið segir Rakel að hún hafi verið að halda upp á afmæli sitt á staðnum þar sem Hverfisbarinn hafði boðið henni og föruneyti hennar sérkjör á drykkjum. Rakel segist hafa mætt með systur sinni, Sæborgu Ninju Guðmundsdóttur, á skemmtistaðinn snemma kvölds en Sæborg er transkona.Fréttablaðið hefur eftir Sæborgu að dyravörður staðarins hafi sett út á klæðaburð þeirra systra og tjáð þeim að þær mættu bara vera á staðnum til miðnættis. Sæborg segir að um klukkan ellefu hafi þeim systrum hins vegar verið gert að yfirgefa staðinn. Rakel segist hafa spurt dyravörðinn hvort þeim hefði verið vísað frá vegna þess að Sæborg væri trans. Mun dyravörðurinn hafa sagt þeim að þær mættu túlka þetta eins og þær vildu. Ída Finnbogadóttir, vinkona Rakelar, hefur eftir téðum dyraverði að hann geti ekki bara hleypt gaur í kellingarpels inn á staðinn.Hann orðrétt „gat bara ekki hleypt gaur í kellingapels inn á staðinn“ — Ída Finnbogadóttir (@idafinnbogad) November 11, 2018 Hverfisbarinn hefur verið gagnrýndur harðlega í kjölfar atburðarins og rignir yfir staðinn neikvæðum umsögnum á Facebook-síðu staðarins. Stúdentahreyfingin Röskva brást við frásögninni með því að hætta við að halda stærsta viðburð sinn á skólaárinu, Ragnarrök, á staðnum. Röskva birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni og í henni segir að Röskva standi fyrir jafnrétti og vilji að öllum líði vel á atburðum fylkingarinnar. Því hafi Röskva ákveðið að færa viðskipti sín annað.Vilja koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig Cesar Santi, rekstrarstjóri Hverfisbarsins, sendi Vísi skriflega yfirlýsingu vegna gagnrýninnar. Þar kemur fram að dyraverðir hafi ekki vitað að transmanneskja væri á meðal þeirra sem vísað var á dyr. „Það sækir fjöldinn allur af fólki staðinn hjá okkur og við bjóðum þau öll velkomin. Við setjum hins vegar reglur varðandi lágmarksaldur og klæðaburð.“ Tilkynninguna sem Cesar sendi Vísi má sjá hér að neðan.„Enginn starfsmaður vissi til þess að trans manneskja hafi verið í hópnum sem hafi verið vísað frá Hverfis, dyravörður hefur látið úr sér óþarfa ummæli sem endurspegli ekki gildi Hverfisbarsins og við hörmum það innilega. Fundur mun verða tekinn með dyravörðum til að passa upp á að svona atvik endurtaki sig ekki. Engu að síður þá hafi starfsmenn verið að vinna eftir dresscode sem staðurinn setur, það sækir fjöldinn allur af fólki staðinn hjá okkur og við bjóðum þau öll velkominn. Við setjum hins vegar reglur varðandi lágmarksaldur og klæðaburð.“
Tengdar fréttir Segir óboðlegt að klósett fyrir fatlaða séu nýtt sem geymsla Gunnar Karl Haraldsson, nemi í tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, kveðst hættur að pirra sig á slæmu aðgengi fyrir fatlaða en hann lenti í því á Hverfisbarnum á laugardag að komast ekki óhindrað á klósettið fyrir fatlaða þar sem það er nýtt sem geymsla. 4. apríl 2018 15:49 Eigendur B5 endurvekja Hverfisbarinn Rekstraraðilar sáu sóknarfæri í breyttu og betrumbættu umhverfi við Hverfisgötu. 28. febrúar 2017 16:03 Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Segir óboðlegt að klósett fyrir fatlaða séu nýtt sem geymsla Gunnar Karl Haraldsson, nemi í tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, kveðst hættur að pirra sig á slæmu aðgengi fyrir fatlaða en hann lenti í því á Hverfisbarnum á laugardag að komast ekki óhindrað á klósettið fyrir fatlaða þar sem það er nýtt sem geymsla. 4. apríl 2018 15:49
Eigendur B5 endurvekja Hverfisbarinn Rekstraraðilar sáu sóknarfæri í breyttu og betrumbættu umhverfi við Hverfisgötu. 28. febrúar 2017 16:03
Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45