Telur ólíklegt að Icelandair og WOW verði rekin sem tvö félög til frambúðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 11:15 Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum að því er fram kom í tilkynningu um kaupin. Vísir/Vilhelm Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og reynslubolti í fluggeiranum telur ólíklegt að Icelandair og WOW Air verði rekin sem tvö mismunandi vörumerki til frambúðar í kjölfar samruna félaganna. Sem kunnugt er var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air á mánudaginn í síðustu viku en í tilkynningu um kaupin kom meðal annars fram að gert væri ráð fyrir að félögin yrðu áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Ýmsir hafa talið líklegt að Icelandair muni fylgja straumum og stefnum í flugheiminum með því að reka Wow áfram sem lággjaldaflugfélag sem geri það að verkum að Icelandair geti einblínt á að auka þjónustu og ná þannig til kúnna sem vilji greiða meira fyrir flug.Heimurinn telur Icelandair vera lággjaldaflugfélagJón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jón Karl, sem var gestur á Sprengisandi ásamt Kristrúnu Frostadóttur, aðalhagfræðingu Kviku í morgun, er hins vegar efins um þetta. „Ímynd Icelandair út í þessum stóra heimi er lággjaldaflugfélag,“ segir Jón Karl sem á árum áður var forstjóri Icelandair Group. „Það eru bara Íslendingar sem halda að þetta sé lúxusfélag,“ skaut Kristrún þá inn um Icelandair. „Ég held ef ég á að vera alveg hreinskilinn, að það að halda úti tveimur vörumerkjum á markaði sem erfitt er að komast inn á til lengri tíma litið væri ekkert rosalega gáfulegt,“ sagði Jón Karl. Hann vildi þó ekki spá fyrir um hvenær félögin yrðu látin renna saman í eitt eða hvort sú þróun gæti verið hæg eða hröð. Það væri þó ýmsum vandkvæðum bundið að ætla sér að reka tvö flugfélög.„Til lengri tíma litið held ég að það verði ekki niðurstaðan að það verði rekin tvö mismunandi vörumerki. Ég held að það verði bara alltof dýrt að koma því á framfæri á þessum mörkuðum þar sem auglýsingapláss og vitneskja kostar bara meiri peninga,“ sagði Jón Karl.Aðallega í samkeppni við erlend flugfélög Jón Karl og Kristrún fóru um víðan völl í viðtalinu um stöðu Icelandair og WOW. Voru þau bæði tiltöluleg jákvæð í garð samrunans, ekki síst með tilliti til þess að staða WOW air virðist hafa verið orðin þröng undir það síðasta. Horfa þyrfti til þess að stór hluti starfsemi félaganna snerist um samkeppni við erlend flugfélög. „Stóra spurningin snýr kannski að því hvort við viljum vera með eitt sterkt innlent félag sem getur staðið upp í erlendri samkeppni sem fyrst og fremst þetta félag er og þessi bæði félög eru,“ sagði Kristrún. „Eða hvort viljum að þau séu bæði í erlendri samkeppni og innbyrðis samkeppni?“ Hlusta má á viðtalið við þau hér fyrir ofan og neðan en það er í tveimur hlutum. Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. 9. nóvember 2018 09:56 Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. 8. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og reynslubolti í fluggeiranum telur ólíklegt að Icelandair og WOW Air verði rekin sem tvö mismunandi vörumerki til frambúðar í kjölfar samruna félaganna. Sem kunnugt er var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air á mánudaginn í síðustu viku en í tilkynningu um kaupin kom meðal annars fram að gert væri ráð fyrir að félögin yrðu áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Ýmsir hafa talið líklegt að Icelandair muni fylgja straumum og stefnum í flugheiminum með því að reka Wow áfram sem lággjaldaflugfélag sem geri það að verkum að Icelandair geti einblínt á að auka þjónustu og ná þannig til kúnna sem vilji greiða meira fyrir flug.Heimurinn telur Icelandair vera lággjaldaflugfélagJón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jón Karl, sem var gestur á Sprengisandi ásamt Kristrúnu Frostadóttur, aðalhagfræðingu Kviku í morgun, er hins vegar efins um þetta. „Ímynd Icelandair út í þessum stóra heimi er lággjaldaflugfélag,“ segir Jón Karl sem á árum áður var forstjóri Icelandair Group. „Það eru bara Íslendingar sem halda að þetta sé lúxusfélag,“ skaut Kristrún þá inn um Icelandair. „Ég held ef ég á að vera alveg hreinskilinn, að það að halda úti tveimur vörumerkjum á markaði sem erfitt er að komast inn á til lengri tíma litið væri ekkert rosalega gáfulegt,“ sagði Jón Karl. Hann vildi þó ekki spá fyrir um hvenær félögin yrðu látin renna saman í eitt eða hvort sú þróun gæti verið hæg eða hröð. Það væri þó ýmsum vandkvæðum bundið að ætla sér að reka tvö flugfélög.„Til lengri tíma litið held ég að það verði ekki niðurstaðan að það verði rekin tvö mismunandi vörumerki. Ég held að það verði bara alltof dýrt að koma því á framfæri á þessum mörkuðum þar sem auglýsingapláss og vitneskja kostar bara meiri peninga,“ sagði Jón Karl.Aðallega í samkeppni við erlend flugfélög Jón Karl og Kristrún fóru um víðan völl í viðtalinu um stöðu Icelandair og WOW. Voru þau bæði tiltöluleg jákvæð í garð samrunans, ekki síst með tilliti til þess að staða WOW air virðist hafa verið orðin þröng undir það síðasta. Horfa þyrfti til þess að stór hluti starfsemi félaganna snerist um samkeppni við erlend flugfélög. „Stóra spurningin snýr kannski að því hvort við viljum vera með eitt sterkt innlent félag sem getur staðið upp í erlendri samkeppni sem fyrst og fremst þetta félag er og þessi bæði félög eru,“ sagði Kristrún. „Eða hvort viljum að þau séu bæði í erlendri samkeppni og innbyrðis samkeppni?“ Hlusta má á viðtalið við þau hér fyrir ofan og neðan en það er í tveimur hlutum.
Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. 9. nóvember 2018 09:56 Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. 8. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15
Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. 9. nóvember 2018 09:56
Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. 8. nóvember 2018 13:50