Sprengisandur

Fréttamynd

Út­gerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina.

Innlent
Fréttamynd

Tollar Trumps kalli á að Ís­land að­lagi sig að breyttum leik­reglum

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að nýir tollar Bandaríkjastjórnar þýði að leikreglur í alþjóðaviðskiptum hafi breyst. Stjórnvöld hér á landi verði að aðlaga sig að breyttum veruleika, óvissa sé orðið nýja normið. Það muni taka langan tíma að koma í ljós hvort tollarnir muni skila sér með þeim hætti sem Bandaríkin vonist eftir en til styttri tíma verði þeir sársaukafullir fyrir alþjóðahagkerfið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stemningin farin ári fyrir stjórnar­slitin

Formaður Vinstri grænna segir það til umræðu að bjóða fram sameiginlegan lista með öðru stjórnmálaafli í næstu kosningum. Hún segir ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki hafa verið lifandi dautt frá 2023.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á þolin­mæði fyrir með­ferð með hugvíkkandi efnum

Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi og Helga Þórarinsdóttir læknir á geðdeild Landspítalans segja enn nokkuð langt í að hægt sé að fullyrða um öryggi og gagnsemi hugvíkkandi efna við meðferð á geð- og fíknisjúkdómum. Valgerður og Helga ræddu hugvíkkandi efni í Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Al­þjóða­sam­fé­lagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og Pawel Bartoszek alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar segja alþjóðasamfélagið þurfa að venjast nýrri taktík í pólitík með tilkomu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Gott sé fyrir Íslendinga að vera í fleiri bandalögum en færri.

Innlent
Fréttamynd

Segist mjög á­nægður og ekki hafa mis­reiknað sig

„Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“

Innlent
Fréttamynd

Græn­lendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump

Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku.

Innlent
Fréttamynd

Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum

Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, segir fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglum um strandveiðar fela í sér margt annað en að auka kvóta. Hún átti í snörpum orðaskiptum við þáttarstjórnanda á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun varðandi áform ríkisstjórnarinnar í strandveiðum. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé ekki að fullu útfært í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og gefur ekki upp hversu mikil boðuð hækkun auðlindagjalda eigi að vera.

Innlent