1200 gráðu heitum teinum breytt í skeifur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2018 21:30 Aksel Vibe, margfaldur Norðurlandsmeistari í járningum er staddur á landinu um helgina í þeim tilgangi að kenna tíu bestu járningamönnum landsins að heitjárna. Þá eru skeifurnar búnar til úr tólf hundruð gráðu hita, mótaðar til og settar undir hestinn.Kristján Elvar Gíslason, járningameistari og kennari í Hólaskóla segir námskeiðið mjög skemmtilegt og fróðlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonÞað voru allir að vinna í skemmunni í hestamiðstöðinni Dal á jörðinni Dallandi í Mosfellsbæ þar sem járninganámskeiðið fer fram enda ekki á hverjum degi sem besti járningamaður á Norðurlöndunum kemur til landsins til að kenna járningar og hvað þá heitjárningar. „Við fengum Aksel Viber, margfaldan Norðurlandsmeistara til að koma hingað og kenna strákunum meira um heitjárningar eða skeifnasmíði alveg frá grunni, þ.e. frá því að taka teininn og breyta honum í fullkomna skeifu til að nota við járningar. Þetta er gömul iðngrein sem hefur verið svolítið að tapast hér en við erum að bæta úr því“, segir Marteinn Magnússon, umsjónarmaður námskeiðsins Flestir ef ekki allir járningamennirnir á námskeiðinu eru atvinnumenn í faginu. Einn þeirra, Kristján Elvar Gíslason, járningameistari kennir járningar í Hólaskóla. „Já, þetta er mjög áhugavert námskeið enda erum við með topp kennara sem er algjör snillingur“, segir Kristján. Hann segist vera mjög hrifin af heitjárningum. „Mér líkar heitjárningar rosalega vel, þetta er miklu þægilegra og einfaldara að vinna þetta, það er mun skemmtilegra að eiga við skeifuna til að fá hana passa á hófnum“. Í heitjárningum er skeifan hituðu upp í um 1200 gráður og svo er hún mótuð á steðjanum allt eftir óskum þess sem er að járna með tilliti til stærðar hófsins á hestinum. Aksel Vibe hrósar íslenska hestinum og íslensku járningamönnum. „Já, þeir eru mjög góðir og standa sig mjög vel, þeir eru góðir fagmenn“.Aksel Vibe að leiðbeina á heitjárninganámskeiðinu.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonAllir þátttakendur námskeiðsins sem eru tíu talsins eru atvinnumenn í járningunum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Aksel Vibe, margfaldur Norðurlandsmeistari í járningum er staddur á landinu um helgina í þeim tilgangi að kenna tíu bestu járningamönnum landsins að heitjárna. Þá eru skeifurnar búnar til úr tólf hundruð gráðu hita, mótaðar til og settar undir hestinn.Kristján Elvar Gíslason, járningameistari og kennari í Hólaskóla segir námskeiðið mjög skemmtilegt og fróðlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonÞað voru allir að vinna í skemmunni í hestamiðstöðinni Dal á jörðinni Dallandi í Mosfellsbæ þar sem járninganámskeiðið fer fram enda ekki á hverjum degi sem besti járningamaður á Norðurlöndunum kemur til landsins til að kenna járningar og hvað þá heitjárningar. „Við fengum Aksel Viber, margfaldan Norðurlandsmeistara til að koma hingað og kenna strákunum meira um heitjárningar eða skeifnasmíði alveg frá grunni, þ.e. frá því að taka teininn og breyta honum í fullkomna skeifu til að nota við járningar. Þetta er gömul iðngrein sem hefur verið svolítið að tapast hér en við erum að bæta úr því“, segir Marteinn Magnússon, umsjónarmaður námskeiðsins Flestir ef ekki allir járningamennirnir á námskeiðinu eru atvinnumenn í faginu. Einn þeirra, Kristján Elvar Gíslason, járningameistari kennir járningar í Hólaskóla. „Já, þetta er mjög áhugavert námskeið enda erum við með topp kennara sem er algjör snillingur“, segir Kristján. Hann segist vera mjög hrifin af heitjárningum. „Mér líkar heitjárningar rosalega vel, þetta er miklu þægilegra og einfaldara að vinna þetta, það er mun skemmtilegra að eiga við skeifuna til að fá hana passa á hófnum“. Í heitjárningum er skeifan hituðu upp í um 1200 gráður og svo er hún mótuð á steðjanum allt eftir óskum þess sem er að járna með tilliti til stærðar hófsins á hestinum. Aksel Vibe hrósar íslenska hestinum og íslensku járningamönnum. „Já, þeir eru mjög góðir og standa sig mjög vel, þeir eru góðir fagmenn“.Aksel Vibe að leiðbeina á heitjárninganámskeiðinu.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonAllir þátttakendur námskeiðsins sem eru tíu talsins eru atvinnumenn í járningunum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira