Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. apríl 2018 20:00 Trump fordæmdi efnavopnaárásina í Sýrlandi í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. John Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi sést sitja fyrir aftan forsetann. Vísir/EPA „Mig langar til að byrja á því að fordæma þessa ógeðfelldu árás á saklausa Sýrlendinga með ólöglegum efnavopnum,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. Fyrir aftan Trump sat nýr þjóðaröryggisráðgjafi hans, hinn herskái John Bolton, en talið er að ráðgjöf hans muni hafa mikil áhrif á viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni. Forsetinn hét því að ákvörðun yrði tekin innan 24 eða 48 klukkustunda. „Hvort sem sökudólgurinn sé Rússland, Sýrland, Íran eða öll ríkin þrjú þá munum við komast að sannleikanum og að niðurstöðu fljótlega,“ sagði Trump. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þá á blaðamannafundi í dag að hann útilokaði ekki árás á Sýrland. Efnavopnaárásin mun hafa verið gerð á bæinn Douma í úthverfi Damaskus með þeim afleiðingum að um 70 manns létust, þar af mörg börn. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að ísraelskar F-15 orrustuþotur hafi í kjölfarið svarað árásinni. Þær munu hafa flogið í gegn um líbanska lofthelgi og varpað sprengjum á herflugvöllinn Tiyas austan borgarinnar Homs í Sýrlandi. Talið er að nokkrir tugir hafi fallið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar þá í dag vegna árásanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sagði að engin sönnunargögn væru til staðar um að efnavopnaárás hefði verið framin í Douma. Fordæmdi hann þá árásina á herflugvöllinn Tiyas og sagði árásina veita vafasamt fordæmi. „Það þarf auðvitað að rannsaka loftárásirnar og þetta er afar vafasöm þróun mála,“ sagði Lavrov á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Tadsíkistan í morgun. „Ég vona að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra átti sig að minnsta kosti á því.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
„Mig langar til að byrja á því að fordæma þessa ógeðfelldu árás á saklausa Sýrlendinga með ólöglegum efnavopnum,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. Fyrir aftan Trump sat nýr þjóðaröryggisráðgjafi hans, hinn herskái John Bolton, en talið er að ráðgjöf hans muni hafa mikil áhrif á viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni. Forsetinn hét því að ákvörðun yrði tekin innan 24 eða 48 klukkustunda. „Hvort sem sökudólgurinn sé Rússland, Sýrland, Íran eða öll ríkin þrjú þá munum við komast að sannleikanum og að niðurstöðu fljótlega,“ sagði Trump. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þá á blaðamannafundi í dag að hann útilokaði ekki árás á Sýrland. Efnavopnaárásin mun hafa verið gerð á bæinn Douma í úthverfi Damaskus með þeim afleiðingum að um 70 manns létust, þar af mörg börn. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að ísraelskar F-15 orrustuþotur hafi í kjölfarið svarað árásinni. Þær munu hafa flogið í gegn um líbanska lofthelgi og varpað sprengjum á herflugvöllinn Tiyas austan borgarinnar Homs í Sýrlandi. Talið er að nokkrir tugir hafi fallið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar þá í dag vegna árásanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sagði að engin sönnunargögn væru til staðar um að efnavopnaárás hefði verið framin í Douma. Fordæmdi hann þá árásina á herflugvöllinn Tiyas og sagði árásina veita vafasamt fordæmi. „Það þarf auðvitað að rannsaka loftárásirnar og þetta er afar vafasöm þróun mála,“ sagði Lavrov á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Tadsíkistan í morgun. „Ég vona að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra átti sig að minnsta kosti á því.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira