Tónlist

Birgitta og Vignir baka nýtt lag með Írafár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vignir og Birgitta á sínum tíma.
Vignir og Birgitta á sínum tíma. vísir/gva
Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vigfússon eru í hljóðveri akkúrat þessa stundina að taka upp nýtt lag með Írafár. Þetta staðfestir Birgitta í færslu á Facebook en þar segir hún:

„Núna er gaman! Þessi eru í studíó núna að baka nýtt Írafár lag. USSS......hlakka til að leyfa ykkur að heyra.“

Írafár heldur upp á 20 ára afmæli þann 2. júní 2018 í Hörpu en þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem hljómsveitin kemur saman. Búast má við að aðdáendur sveitarinnar heyri þetta nýja lag á tónleikunum.


Tengdar fréttir

Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð

Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag.

„Þetta á að vera mega Írafársupplifun“

Aðdáendur Írafárs geta nú tekið gleðidans því að hljómsveitin ætlar að koma aftur saman eftir 12 ára hlé. Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, segir sveitina vera byrjaða að æfa og rifja upp gamla takta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×