Innlent

Lager íslensks leikskálds varð næstum því sílóinu að bráð

Birgir Olgeirsson skrifar
Sílóið hrundi á húsið þar sem Kristján Ingimarsson er með lager í dönsku borginni Vordingborg.
Sílóið hrundi á húsið þar sem Kristján Ingimarsson er með lager í dönsku borginni Vordingborg. Vísir/YouTube
„Við sluppum,“ segir leikhúsfrömuðurinn Kristján Ingimarsson en aðeins nokkrum metrum munaði frá því að húsnæði sem hann er með á leigu í dönsku borginni Vordinborg yrði sílói að bráð síðastliðinn föstudag.

Margir mánuðir höfðu farið í að undirbúa niðurrif á þessu 53 metra háu sílói. Ætlunin var að það myndi hrynja niður á autt svæði en þess í stað hrundi það á menningarmiðstöð sem hýsir meðal annars bókasafn og tónlistarskóla.

Kristján er með aðstöðu í þessu húsi þar sem hann geymir meðal annars leikmyndir en hann segir að hefði sílóið hafnað nokkrum metrum til hægri á húsinu hefði geta farið verr.

„Þeir sem voru að vinna fyrir mig inni á lagernum þurftu að fara út áður en sílóið var sprengt af öryggisástæðum,“ segir Kristján en engan sakaði í þessu óhappi.



Kristján er fæddur og uppalinn á Akureyri en hefur að mestu alið manninn í Danmörku frá því hann var rúmlega tvítugur. Hann hefur til fjölda ára unnið við að setja upp leiksýningar, sem hann leikstýrir og leikur einnig í sjálfur, en sýningin hans Blam! Var valin leiksýningar ársins 2012 í Danmörku og sýnd í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Hefur sú sýning verið sýnd í Bretlandi, Noregi og víðar. Hann hefur rekið Neander leikhúsið í Vordingborg og hlaut hin eftirsóttu Reumert-verðlaun árið 2012.

Kristján var ekki á svæðinu þegar geymsluturninn var sprengdur en hann segir að það sé nú til rannsóknar hvað fór úrskeiðis.

Sílóið var keypt af manni sem hefur hug á að reisa hótel á grunni sílósins sem verður jafn hátt og turninn sjálfur, eða 53 metrar á hæð.

Kristján segir niðurrifið ekki hafa  gengið vel því fyrir skömmu var sprengdur stigagangur en það fór ekki betur en svo að brakið kastaðist á nálægar blokkir. 



Tengdar fréttir

Kristján í samstarf við Borgarleikhúsið

Leikritið Blam! snýr aftur í Borgarleikhúsið næsta vetur. Blam! sló í gegn hjá íslenskum áhorfendum rétt eins og dönskum en uppselt var á allar sýningar. Næsta verk Kristjáns Ingimarssonar verður í samstarfi við Borgarleikhúsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×