Það er ekki oft sem mægðurnar mæta saman en Carys, sem er dóttir Catherine og Michael Douglas er 14 ára gömul og því nógu gömul til að geta fylgt móður sinni á rauða dregilinn. Það skal því engan undra að mægðurnar stórglæsilegu voru myndaðar í bak og fyrir, báðar að sjálfsögðu klæddar í Dolce&Gabbana fatnað.
Ítalski hönnunardúettinn hélt tískusýninguna Alta Moda í Metropolitan Óperunni í New York þar sem tískuelítan fjölmennti að sjálfsögðu.
