Í stiklunni má einnig sjá þau Emiliu Clark, Woody Harrelson, Donald Glover og Paul Bettany.
Solo er ekki ósvipuð myndinni Rogue One sem frumsýnd var árið 2016, að því leyti að um er að ræða staka sögu innan Star Wars heimsins. Disney ætla sér að gera fleiri slíkar myndir og sú næsta verður að öllum líkindum mynd um hinn víðfræga Boba Fett.