Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2018 20:00 Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur spáir því að innan tólf ára verði hundrað þúsund rafbílar komnir á götur Íslands og fullyrðir að nóg sé til af rafmagni fyrir svo mikla fjölgun. Þetta kom meðal annars fram á málþingi um samgöngur í Reykjavík þar sem mikil áhersla var lögð á umhverfisvænan ferðamáta. Mikil fólksfjölgun á næstu tveimur áratugum með tilheyrandi umferðaþunga var rauði þráðurinn á málþinginu Léttum á umferðinni í dag. Hjólreiðaáætlun, Borgarlína, Miklabraut í Stokk, rafmagnsvæðing samganga, strætó og bílastæði voru meðal umræðuefna. Að mati Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, er borgarlínan mikilvægasta næsta skref í samgöngumálum í borginni en á fundinum voru tillögur stýrihóps vegna samgönguáætlunar ríkisins 2018-2030 kynntar. Þar er borgarlínan í fókus. „Næstu skref er áframhaldandi samtal við ríkisvaldið, tillögurnar fara í þessa kanala sem er samgönguáætlun og fjármálaáætlun,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í erindi um orkukipti í samgöngum sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, aðeins tvo þröskulda koma í veg fyrir mikla fjölgun rafmagnsbíla, annars vegar hversu langt bíllinn kemst á hleðslunni og hins vegar verðið. Hvort tveggja sé að þróast í rétta átt og því spáir hann hundrað þúsund rafmagnsbílum á Íslandi fyrir 2030 og hefur engar áhyggjur af orkuskorti. „100 þúsund fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem er framleitt í dag. Ef við förum í 200 þúsund sem er um það bil bílafloti landsins, þá er það 3 % af því rafmagni sem við framleiðum.“ segir hann. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur spáir því að innan tólf ára verði hundrað þúsund rafbílar komnir á götur Íslands og fullyrðir að nóg sé til af rafmagni fyrir svo mikla fjölgun. Þetta kom meðal annars fram á málþingi um samgöngur í Reykjavík þar sem mikil áhersla var lögð á umhverfisvænan ferðamáta. Mikil fólksfjölgun á næstu tveimur áratugum með tilheyrandi umferðaþunga var rauði þráðurinn á málþinginu Léttum á umferðinni í dag. Hjólreiðaáætlun, Borgarlína, Miklabraut í Stokk, rafmagnsvæðing samganga, strætó og bílastæði voru meðal umræðuefna. Að mati Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, er borgarlínan mikilvægasta næsta skref í samgöngumálum í borginni en á fundinum voru tillögur stýrihóps vegna samgönguáætlunar ríkisins 2018-2030 kynntar. Þar er borgarlínan í fókus. „Næstu skref er áframhaldandi samtal við ríkisvaldið, tillögurnar fara í þessa kanala sem er samgönguáætlun og fjármálaáætlun,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í erindi um orkukipti í samgöngum sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, aðeins tvo þröskulda koma í veg fyrir mikla fjölgun rafmagnsbíla, annars vegar hversu langt bíllinn kemst á hleðslunni og hins vegar verðið. Hvort tveggja sé að þróast í rétta átt og því spáir hann hundrað þúsund rafmagnsbílum á Íslandi fyrir 2030 og hefur engar áhyggjur af orkuskorti. „100 þúsund fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem er framleitt í dag. Ef við förum í 200 þúsund sem er um það bil bílafloti landsins, þá er það 3 % af því rafmagni sem við framleiðum.“ segir hann.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira