Heimsstyrjaldarhorfur Þórarinn Hjartarson skrifar 23. mars 2018 10:36 Stríðstrommudrunur og óhugnaður í loftinu. Eftir dularfulla morðtilraun á rússneskum gagnnjósnara blæs Theresa May í herlúðra, segir þetta vera «efnaárás gegn Bretlandi» sem Rússar «að öllum líkindum» standi á bak við, vísar úr landi rússneskum diplómötum og heimtar harðari refsiaðgerðir gegn Pútín. Engin sönnunargögn. En Bandaríkin, Frakkar og Þjóðverjar biðja ekki um sönnunargögn heldur fordæma Rússa sameiginlega. Og Guðlaugur Þór segist «standa með vestrænum vinaþjóðum». Þetta sýnist vera leikrit, sviðsett í stríðsæsingaskyni. Skripal-málið rímar fullkomlega við «Russiagate» í Bandaríkjunum. Neyðarlega lítið kom vissulega út úr svokallaðri Rússarannsókn í Washington, á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016. Þrettán vesæl rússnesk nettröll ákærð fyrir «upplýsingastríð», að reyna «grafa undan trausti» bandarískra kjósenda. Engin tengsl sýnileg við Trump né Pútin. Ekki einu sinni að þessi tröll hafi hafi hakkað sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins. En viðbrögðin eru bara meira Rússahatur: Leiðandi pólitíkusar, bæði demókrata og repúblikana, kalla meintar gjörðir þessara Rússa «stríðsaðgerð», «11. sept-aðgerð», «aðgerð sambærileg við Pearl Harbour»! Hin ofurherskáu viðbrögð eru stórfurðuleg en lýsandi fyrir heimsmynd Vesturlanda: Dregin er upp óvinamynd sem snýr öllum veruleika á hvolf. Í veruleikanum eru Rússar umsetnir af NATO sem hefur þanið sig upp að stofuvegg þeirra. Blaðamaðurinn og Íslandsfarinn John Pilger skrifaði 2016: “Á undanförnum 18 mánuðum hefur mesta uppbygging herstyrks frá síðari heimsstyrjöld – undir forustu Bandaríkjanna – átt sér stað á vesturlandamærum Rússlands. Ekki frá því Hitler réðist inn í Sovétríkin hafa erlendir hermenn boðað Rússlandi svo áþreifanlega ógn… Bandaríkin umkringja Kína með neti herstöðva, skotflaugum, orustusveitum, kjarnorkuberandi sprengjuflugvélum og hafa sett snöru um háls Kína.” Í orðræðunni hins vegar eru það Rússar (og Kína) sem eru skilgreindir “útþensluseggir». Pútin er daglega djöfulgerður af vestrænum fjölmiðlum – rétt eins og Miloshevic, Saddam, Gaddafí voru tilreiddir áður en ráðist var á þá. Hatrið í garð Rússlands og Kína er illskiljanlegt nema í ljósi hnattræns valdatafls. Nægir að vísa til hraðrar viðskiptasóknar Kína á heimsmarkaðnum. Glæpur Pútíns er að snúa frá þjónkun fyrirrennarans Jeltsíns við Vesturlönd og taka að verja af kappi hið smækkaða áhrifasvæði Rússlands gagnvart ásókn USA/NATO-velda. Og að gera bandalag við Kína. Gangverk heimsvaldastefnunnar leyfir ekkert tómarúm. Ef valdatóm myndast taka heimsveldin gráðugu óðar að berjast um «enduruppskiptingu». Við fall Sovétríkjanna 1991 myndaðist mikið tómarúm, m.a. í A-Evrópu og Miðausturlöndum. Sama ár sagði Paul Wolfowitz (seinna varnarmálaráðherra) við Wesley Clark yfirhershöfðingja NATO: «Við höfum nú 5-10 ár til að hreinsa upp þessi gömlu skjólstæðingsríki Sovétríkjanna, Sýrland, Íran og Írak, áður en næsta risaveldi kemur og skorar okkur á hólm.“ Stefnt var á full yfirráð í Miðausturlöndum, og á „einpóla heim“ til frambúðar. Bandaríkin og bandamenn þeirra í NATO ruddust fljótt inn á tómarúmið í A-Evrópu, upp að landamærum Rússlands. En „hreinsun“ Miðausturlanda (og Miðasíu og N-Afríku) komst ekki vel af stað fyrr en með 11. september 2001. Þá líka hófst djöfulskapurinn, fyrst með beinum innrásum, síðan blandaðri tækni innrása og staðgengilshernaðar og loks í Sýrlandi gegnum staðgengilshernað með virkri hjálp staðbundinna bandamanna. En þá hafði einmitt „næsta risaveldi“ stigið fram á sviðið, Kína, í bandalagi við gamla óvininn „R“. Kína geysist fram úr Bandaríkjunum á heimsmarkaðnum, byggir upp „nýja silkiveginn“ með háhraðalestum, vörum og fjárfestingum, og ætlar nú ásamt Rússum og Íran að sniðganga dollarann í olíuverslun – og aðrir geta fylgt á eftir. Staða dollarans sem heimsgjaldmiðils er í voða. Pútín eyðileggur draumana í Úkraínu og Sýrlandi. Ótal gróðavonir auðhringanna eru í uppnámi. Bandaríkin – og bandamennirnir í NATO – eiga aðeins eitt svar við áskorun keppinautanna: vopnavald. Þau mæta hinni nýju stöðu með meiri árásarhneigð en nokkru sinni. „Okkur liggur á áður en við töpum vopnaforskotinu!“ Það nýjasta er að USA færir nú taktísk atomvopn sín inn í almenna vopnabúrið, af því það Á AÐ NOTA ÞAU! Brennipunkturinn: Sýrlandsstríðið snýst um yfirráðin í Miðausturlöndum. Frá upphafi er það „valdaskiptastríð“ með staðgengilsherjum, kostað, vopnað og mannað utanlands frá, stjórnað frá Washington (RÚV reynir endalaust að kalla það „uppreisn“). Valdaskiptin hefðu líklega tekist ef Pútín hefði ekki dregið strik í sandinn 2015 og gengið í lið með bandamanni sínum Assad. Sýrlandsher náði þá stríðsfrumkvæðinu. Ef „staðgenglarir“ bila verða bakmennirnir sjálfir að stíga fram. Tyrkir ráðast inn, Ísrael hefur beinan lofthernað og bíður eftir „tilefni“ til stórásarar. Bandaríkin snúa lofthernaði sínum beint gegn Sýrlandsher og lýsa yfir að þau muni ekki skila Sýrlandsstjórn þeim (olíuríku) svæðum sem þau ásamt bandamönnum taka frá ISIS. Sýrlandsstríðið er staðbundin heimstyrjöld. Stórveldabandalög svipuð og 1914: Bandaríkin og bandamenn þeirra (NATO/ESB/Sádar/Ísrael), hins vegar Sýrland/Íran/Hizbolla – studd af Rússum og Kína. Eins og 1914 eru helstu heimsveldin innblönduð í Sýrlandsstríðið og svæðisbundnu stórveldin líka. Ísrael og Sádar þurfa að lúskra á Íran og Tyrkir á Kúrdum. Í stærra samhengi snýst stríðið um að viðhalda yfirráðum Vesturlanda og að hindra áhrif rísandi keppinauta. Vegna spennustigsins á heimsmælikvarða boðar Sýrlandseldurinn þá miklu ógn að geta mjög auðveldlega breiðst út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stríðstrommudrunur og óhugnaður í loftinu. Eftir dularfulla morðtilraun á rússneskum gagnnjósnara blæs Theresa May í herlúðra, segir þetta vera «efnaárás gegn Bretlandi» sem Rússar «að öllum líkindum» standi á bak við, vísar úr landi rússneskum diplómötum og heimtar harðari refsiaðgerðir gegn Pútín. Engin sönnunargögn. En Bandaríkin, Frakkar og Þjóðverjar biðja ekki um sönnunargögn heldur fordæma Rússa sameiginlega. Og Guðlaugur Þór segist «standa með vestrænum vinaþjóðum». Þetta sýnist vera leikrit, sviðsett í stríðsæsingaskyni. Skripal-málið rímar fullkomlega við «Russiagate» í Bandaríkjunum. Neyðarlega lítið kom vissulega út úr svokallaðri Rússarannsókn í Washington, á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016. Þrettán vesæl rússnesk nettröll ákærð fyrir «upplýsingastríð», að reyna «grafa undan trausti» bandarískra kjósenda. Engin tengsl sýnileg við Trump né Pútin. Ekki einu sinni að þessi tröll hafi hafi hakkað sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins. En viðbrögðin eru bara meira Rússahatur: Leiðandi pólitíkusar, bæði demókrata og repúblikana, kalla meintar gjörðir þessara Rússa «stríðsaðgerð», «11. sept-aðgerð», «aðgerð sambærileg við Pearl Harbour»! Hin ofurherskáu viðbrögð eru stórfurðuleg en lýsandi fyrir heimsmynd Vesturlanda: Dregin er upp óvinamynd sem snýr öllum veruleika á hvolf. Í veruleikanum eru Rússar umsetnir af NATO sem hefur þanið sig upp að stofuvegg þeirra. Blaðamaðurinn og Íslandsfarinn John Pilger skrifaði 2016: “Á undanförnum 18 mánuðum hefur mesta uppbygging herstyrks frá síðari heimsstyrjöld – undir forustu Bandaríkjanna – átt sér stað á vesturlandamærum Rússlands. Ekki frá því Hitler réðist inn í Sovétríkin hafa erlendir hermenn boðað Rússlandi svo áþreifanlega ógn… Bandaríkin umkringja Kína með neti herstöðva, skotflaugum, orustusveitum, kjarnorkuberandi sprengjuflugvélum og hafa sett snöru um háls Kína.” Í orðræðunni hins vegar eru það Rússar (og Kína) sem eru skilgreindir “útþensluseggir». Pútin er daglega djöfulgerður af vestrænum fjölmiðlum – rétt eins og Miloshevic, Saddam, Gaddafí voru tilreiddir áður en ráðist var á þá. Hatrið í garð Rússlands og Kína er illskiljanlegt nema í ljósi hnattræns valdatafls. Nægir að vísa til hraðrar viðskiptasóknar Kína á heimsmarkaðnum. Glæpur Pútíns er að snúa frá þjónkun fyrirrennarans Jeltsíns við Vesturlönd og taka að verja af kappi hið smækkaða áhrifasvæði Rússlands gagnvart ásókn USA/NATO-velda. Og að gera bandalag við Kína. Gangverk heimsvaldastefnunnar leyfir ekkert tómarúm. Ef valdatóm myndast taka heimsveldin gráðugu óðar að berjast um «enduruppskiptingu». Við fall Sovétríkjanna 1991 myndaðist mikið tómarúm, m.a. í A-Evrópu og Miðausturlöndum. Sama ár sagði Paul Wolfowitz (seinna varnarmálaráðherra) við Wesley Clark yfirhershöfðingja NATO: «Við höfum nú 5-10 ár til að hreinsa upp þessi gömlu skjólstæðingsríki Sovétríkjanna, Sýrland, Íran og Írak, áður en næsta risaveldi kemur og skorar okkur á hólm.“ Stefnt var á full yfirráð í Miðausturlöndum, og á „einpóla heim“ til frambúðar. Bandaríkin og bandamenn þeirra í NATO ruddust fljótt inn á tómarúmið í A-Evrópu, upp að landamærum Rússlands. En „hreinsun“ Miðausturlanda (og Miðasíu og N-Afríku) komst ekki vel af stað fyrr en með 11. september 2001. Þá líka hófst djöfulskapurinn, fyrst með beinum innrásum, síðan blandaðri tækni innrása og staðgengilshernaðar og loks í Sýrlandi gegnum staðgengilshernað með virkri hjálp staðbundinna bandamanna. En þá hafði einmitt „næsta risaveldi“ stigið fram á sviðið, Kína, í bandalagi við gamla óvininn „R“. Kína geysist fram úr Bandaríkjunum á heimsmarkaðnum, byggir upp „nýja silkiveginn“ með háhraðalestum, vörum og fjárfestingum, og ætlar nú ásamt Rússum og Íran að sniðganga dollarann í olíuverslun – og aðrir geta fylgt á eftir. Staða dollarans sem heimsgjaldmiðils er í voða. Pútín eyðileggur draumana í Úkraínu og Sýrlandi. Ótal gróðavonir auðhringanna eru í uppnámi. Bandaríkin – og bandamennirnir í NATO – eiga aðeins eitt svar við áskorun keppinautanna: vopnavald. Þau mæta hinni nýju stöðu með meiri árásarhneigð en nokkru sinni. „Okkur liggur á áður en við töpum vopnaforskotinu!“ Það nýjasta er að USA færir nú taktísk atomvopn sín inn í almenna vopnabúrið, af því það Á AÐ NOTA ÞAU! Brennipunkturinn: Sýrlandsstríðið snýst um yfirráðin í Miðausturlöndum. Frá upphafi er það „valdaskiptastríð“ með staðgengilsherjum, kostað, vopnað og mannað utanlands frá, stjórnað frá Washington (RÚV reynir endalaust að kalla það „uppreisn“). Valdaskiptin hefðu líklega tekist ef Pútín hefði ekki dregið strik í sandinn 2015 og gengið í lið með bandamanni sínum Assad. Sýrlandsher náði þá stríðsfrumkvæðinu. Ef „staðgenglarir“ bila verða bakmennirnir sjálfir að stíga fram. Tyrkir ráðast inn, Ísrael hefur beinan lofthernað og bíður eftir „tilefni“ til stórásarar. Bandaríkin snúa lofthernaði sínum beint gegn Sýrlandsher og lýsa yfir að þau muni ekki skila Sýrlandsstjórn þeim (olíuríku) svæðum sem þau ásamt bandamönnum taka frá ISIS. Sýrlandsstríðið er staðbundin heimstyrjöld. Stórveldabandalög svipuð og 1914: Bandaríkin og bandamenn þeirra (NATO/ESB/Sádar/Ísrael), hins vegar Sýrland/Íran/Hizbolla – studd af Rússum og Kína. Eins og 1914 eru helstu heimsveldin innblönduð í Sýrlandsstríðið og svæðisbundnu stórveldin líka. Ísrael og Sádar þurfa að lúskra á Íran og Tyrkir á Kúrdum. Í stærra samhengi snýst stríðið um að viðhalda yfirráðum Vesturlanda og að hindra áhrif rísandi keppinauta. Vegna spennustigsins á heimsmælikvarða boðar Sýrlandseldurinn þá miklu ógn að geta mjög auðveldlega breiðst út.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar