Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2018 19:46 Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. vísir/afp Ben Brafman, verjandi Harveys Weinstein, lét í það skína að hann hygðist beita sömu aðferð í máli Weinsteins og hann notaði í máli Dominique Strauss-Kahn frá árinu 2011 en í því máli réðist Brafman að trúverðugleika kærandans. „Þau höfðu náin kynni, þetta varði stutt, var með fullu samþykki og hún var viljugur þátttakandi,“ segir hann um mál Strauss-Kahn í samtali við Reuters. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein, sem gaf sig fram við lögreglu í gærmorgun, er laus gegn milljón dala tryggingu. Lögregluyfirvöld í New York hafa undanfarna mánuði rannsakað ásakanir á hendur honum. Hann er ákærður í þremur ákæruliðum; fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum. Fyrir utan dómshúsið í Manhattan sagði Brafman „Ef þú berð saman vitnisburði ákærenda við fyrri framburð er ljóst að kviðdómurinn mun ekki trúa þeim, að því gefnu að tólf manna kviðdómurinn samanstandi af heiðarlegum manneskjum sem eru ekki helteknar af þessari hreyfingu sem virðist hafa yfirtekið þetta tiltekna mál.“ Ben Brafman, er verjandi Weinsteins en hann varði einnig Dominique Strauss-Kahn fyrir rétti.vísir/afp Brafman segir að það liggi fyrir að umbjóðandi sinn muni ekki játa sig sekan. Hann hafi frá upphafi neitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. „Það er mjög algeng vörn í nauðgunar-og kynferðisofbeldismálum að grafa undan trúverðugleika ákærenda með gagnprófun sem endar jafnan í „hann sagði – hún sagði“ viðkvæðinu,“ segir Lisa Linsky, lögfræðingur í New York, sem segist viss um að Brafman muni láta það líta þannig út fyrir dómi að konurnar hafi kært Weinstein til þess að öðlast frægð og peninga. Sitt sýnist hverjum um möguleika BrafmansBennett Gershman, prófessor í lögfræði í New York, segir Brafman eiga, vægt til orða tekið, erfitt verk fyrir höndum, „risavaxið og jafnvel óyfirstíganlegt,“ bætir Gershman við. Weinstein sé orðin táknmynd níðingsins og hann er sannfærður um að málið sé dæmt til glötunar frá upphafi. Það besta sem Brafman gæti gert fyrir umbjóðanda sinn væri að svara fyrir ákæruatriðin og semja um lyktir málsins þannig að hann þurfi ekki að mæta fyrir rétt. Slíkur samningur myndi þó alltaf fela í sér fangelsisvist, að mati Gershmans. Roy Black, verjandi í New York, telur þó ekki raunhæft að Brafman geti samið. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Ben Brafman, verjandi Harveys Weinstein, lét í það skína að hann hygðist beita sömu aðferð í máli Weinsteins og hann notaði í máli Dominique Strauss-Kahn frá árinu 2011 en í því máli réðist Brafman að trúverðugleika kærandans. „Þau höfðu náin kynni, þetta varði stutt, var með fullu samþykki og hún var viljugur þátttakandi,“ segir hann um mál Strauss-Kahn í samtali við Reuters. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein, sem gaf sig fram við lögreglu í gærmorgun, er laus gegn milljón dala tryggingu. Lögregluyfirvöld í New York hafa undanfarna mánuði rannsakað ásakanir á hendur honum. Hann er ákærður í þremur ákæruliðum; fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum. Fyrir utan dómshúsið í Manhattan sagði Brafman „Ef þú berð saman vitnisburði ákærenda við fyrri framburð er ljóst að kviðdómurinn mun ekki trúa þeim, að því gefnu að tólf manna kviðdómurinn samanstandi af heiðarlegum manneskjum sem eru ekki helteknar af þessari hreyfingu sem virðist hafa yfirtekið þetta tiltekna mál.“ Ben Brafman, er verjandi Weinsteins en hann varði einnig Dominique Strauss-Kahn fyrir rétti.vísir/afp Brafman segir að það liggi fyrir að umbjóðandi sinn muni ekki játa sig sekan. Hann hafi frá upphafi neitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. „Það er mjög algeng vörn í nauðgunar-og kynferðisofbeldismálum að grafa undan trúverðugleika ákærenda með gagnprófun sem endar jafnan í „hann sagði – hún sagði“ viðkvæðinu,“ segir Lisa Linsky, lögfræðingur í New York, sem segist viss um að Brafman muni láta það líta þannig út fyrir dómi að konurnar hafi kært Weinstein til þess að öðlast frægð og peninga. Sitt sýnist hverjum um möguleika BrafmansBennett Gershman, prófessor í lögfræði í New York, segir Brafman eiga, vægt til orða tekið, erfitt verk fyrir höndum, „risavaxið og jafnvel óyfirstíganlegt,“ bætir Gershman við. Weinstein sé orðin táknmynd níðingsins og hann er sannfærður um að málið sé dæmt til glötunar frá upphafi. Það besta sem Brafman gæti gert fyrir umbjóðanda sinn væri að svara fyrir ákæruatriðin og semja um lyktir málsins þannig að hann þurfi ekki að mæta fyrir rétt. Slíkur samningur myndi þó alltaf fela í sér fangelsisvist, að mati Gershmans. Roy Black, verjandi í New York, telur þó ekki raunhæft að Brafman geti samið.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34