Aðstoðardepill á rúðu túlkaður sem kosningaáróður Samfylkingarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. maí 2018 15:44 Rauður hringur er hér dreginn um samskonar depil á glerhurð í ráðhúsi Reykjavíkur. Depillinn sem límt var fyrir í dag var þó í Kórnum í Kópavogi. Vísir/Valli Límt hefur verið yfir rauðan depil á hurð að Kórnum í Kópavogi, sem er kjörstaður þar í bæ, eftir að kvörtun barst vegna depilsins í dag. Kvörtunin barst undir því yfirskyni að um væri að ræða kosningaáróður frá Samfylkingunni en depillinn er þó á hurðinni til að varna því að vegfarendur gangi á hana. Mbl greindi fyrst frá málinu en Snorri Tómasson, formaður kjörstjórnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú á fjórða tímanum í dag að depillinn uppi í Kór sé hugsaður sem sérstakt merki, einkum fyrir sjónskerta, svo ekki sé gengið á hurðina, sem er að mestu úr gleri. Umræddur depill tengist því Samfylkingunni ekki neitt en merki flokksins er samskonar rauður depill. „Þetta var undir því yfirskyni að þetta væri áróður á kjörstað,“ sagði Snorri um kvörtunina. Því hafi verið límt yfir depilinn en áróður er ekki leyfður á kjörstað. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá því að rauðir deplar á glerhurðum í ráðhúsi Reykjavíkur yrðu fjarlægðir eða huldir vegna líkinda með merki Samfylkingarinnar. Marinó Örn Ólafsson, sem var í framboði fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, vakti athygli á aðgerðum kjörstjórnar í dag og sagði þær skeytingarleysi í garð sjónskertra.Kjörstjórnir að fjarlægja universal aðgengisatriði fyrir sjónskerta af kjörstöðum því það gæti virst vera Samfylkingarlógó. Það finnst mér furðulegt skeytingarleysi.https://t.co/IryLVY1D4x— Marinó Örn (@marinoorn) May 26, 2018 Kosningar 2018 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Límt hefur verið yfir rauðan depil á hurð að Kórnum í Kópavogi, sem er kjörstaður þar í bæ, eftir að kvörtun barst vegna depilsins í dag. Kvörtunin barst undir því yfirskyni að um væri að ræða kosningaáróður frá Samfylkingunni en depillinn er þó á hurðinni til að varna því að vegfarendur gangi á hana. Mbl greindi fyrst frá málinu en Snorri Tómasson, formaður kjörstjórnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú á fjórða tímanum í dag að depillinn uppi í Kór sé hugsaður sem sérstakt merki, einkum fyrir sjónskerta, svo ekki sé gengið á hurðina, sem er að mestu úr gleri. Umræddur depill tengist því Samfylkingunni ekki neitt en merki flokksins er samskonar rauður depill. „Þetta var undir því yfirskyni að þetta væri áróður á kjörstað,“ sagði Snorri um kvörtunina. Því hafi verið límt yfir depilinn en áróður er ekki leyfður á kjörstað. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá því að rauðir deplar á glerhurðum í ráðhúsi Reykjavíkur yrðu fjarlægðir eða huldir vegna líkinda með merki Samfylkingarinnar. Marinó Örn Ólafsson, sem var í framboði fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, vakti athygli á aðgerðum kjörstjórnar í dag og sagði þær skeytingarleysi í garð sjónskertra.Kjörstjórnir að fjarlægja universal aðgengisatriði fyrir sjónskerta af kjörstöðum því það gæti virst vera Samfylkingarlógó. Það finnst mér furðulegt skeytingarleysi.https://t.co/IryLVY1D4x— Marinó Örn (@marinoorn) May 26, 2018
Kosningar 2018 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira