Mætum og kjósum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 26. maí 2018 10:00 Gengið er til sveitarstjórnarkosninga í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem birtar voru í gær, spáir önnur að meirihlutinn í Reykjavík haldi, hin að hann falli. Í könnun Fréttablaðsins heldur meirihlutinn í Reykjavík. Samfylking fengi 32% og níu menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur yrði næststærstur með 26% og sjö menn. Gallup gerði könnun þessa sömu daga. Þar er meirihlutinn í borginni fallinn. Sjálfstæðisflokkur orðinn stærstur og næði inn átta mönnum, Samfylking sjö. Þrátt fyrir ofgnótt framboða og frambjóðenda virðist sem kjósendur líti svo á að þeir séu fyrst og fremst að kjósa milli þessara tveggja risa í reykvískri pólitík. Samfylkingin hefur háð nokkuð hnökralausa kosningabaráttu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í fararbroddi og lítið sést til annarra frambjóðenda. Uppleggið virðist hafa verið að leggja upp með einfaldar áherslur, fá hnitmiðuð mál og óskoraðan leiðtoga í fararbroddi. Þetta virðist hafa tekist vel, enda flokkurinn siglt lygnan sjó í baráttunni, sérstaklega í ljósi þess að vera flokkur sitjandi borgarstjóra og grunnstoðin í ríkjandi meirihluta. Sjálfstæðismönnum hefur hins vegar ekki lánast að sigla jafn lygnan sjó. Kosningamálin hafa kannski verið fleiri en skynsamlegt getur talist, og sést hefur mikið til frambjóðenda jafnvel langt niður eftir listanum. Spyrja verður hvort ekki hefði verið skynsamlegra að einfalda boðskapinn, sérstaklega í ljósi þess að lítill áhugi hefur verið á kosningunum og því erfiðara en ella að halda athygli kjósenda. Hvað aðra flokka í núverandi meirihluta varðar þá má velta því upp hvort þeim hafi tekist að skilja sig frá Samfylkingunni? Hvorki Píratar né Vinstri Grænir hafa gagnrýnt Samfylkinguna eða borgarstjóra svo heitið getur. Viðreisn hefur sömuleiðis ekki náð að takast á loft. Hvað önnur framboð varðar, þá væri það að æra óstöðugan að telja þau öll upp. Athyglisvert er þó eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag, þá eru ríflega 3.400 manns í framboði. Það samsvarar um 1% þjóðarinnar, og er eins og 640 þúsund manns væru í framboði í Bretlandi, eða 3.25 milljónir manna færu fram í Bandaríkjunum. Auðvitað er það gott að svo margir láti sig pólitík varða, en að sumu leyti gerir það viti borinni umræðu erfiðara fyrir. Fjölmiðlarnir, sem verða að gæta jafnræðis, hafa einfaldlega ekki pláss til að kynna öll framboð svo vel sé. Kannski er það ástæðan fyrir því að svo margir eru óákveðnir nú á lokametrunum. Tæplega fimmti hver kjósandi er óákveðinn, og ríflega annað eins vildi ekki svara eða ætlar að skila auðu, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og svipaðar tölur má greina í könnun Gallup. Fylgið virðist vera á flökti og margir ekki enn búnir að ákveða sig. Frammistaða frambjóðenda á lokametrunum getur því skipt miklu. Hvað sem öllum bollaleggingum líður ber að fagna tækifærinu til að tjá skoðun okkar og mæta á kjörstað. Þrátt fyrir að talsverðrar kosningaþreytu kunni að gæta eftir síðustu ár má aldrei gleymast að kosningarétturinn er alls ekki sjálfsagður. Látum ekki vorhretið endalausa draga úr okkur kjark. Mætum og kjósum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Gengið er til sveitarstjórnarkosninga í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem birtar voru í gær, spáir önnur að meirihlutinn í Reykjavík haldi, hin að hann falli. Í könnun Fréttablaðsins heldur meirihlutinn í Reykjavík. Samfylking fengi 32% og níu menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur yrði næststærstur með 26% og sjö menn. Gallup gerði könnun þessa sömu daga. Þar er meirihlutinn í borginni fallinn. Sjálfstæðisflokkur orðinn stærstur og næði inn átta mönnum, Samfylking sjö. Þrátt fyrir ofgnótt framboða og frambjóðenda virðist sem kjósendur líti svo á að þeir séu fyrst og fremst að kjósa milli þessara tveggja risa í reykvískri pólitík. Samfylkingin hefur háð nokkuð hnökralausa kosningabaráttu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í fararbroddi og lítið sést til annarra frambjóðenda. Uppleggið virðist hafa verið að leggja upp með einfaldar áherslur, fá hnitmiðuð mál og óskoraðan leiðtoga í fararbroddi. Þetta virðist hafa tekist vel, enda flokkurinn siglt lygnan sjó í baráttunni, sérstaklega í ljósi þess að vera flokkur sitjandi borgarstjóra og grunnstoðin í ríkjandi meirihluta. Sjálfstæðismönnum hefur hins vegar ekki lánast að sigla jafn lygnan sjó. Kosningamálin hafa kannski verið fleiri en skynsamlegt getur talist, og sést hefur mikið til frambjóðenda jafnvel langt niður eftir listanum. Spyrja verður hvort ekki hefði verið skynsamlegra að einfalda boðskapinn, sérstaklega í ljósi þess að lítill áhugi hefur verið á kosningunum og því erfiðara en ella að halda athygli kjósenda. Hvað aðra flokka í núverandi meirihluta varðar þá má velta því upp hvort þeim hafi tekist að skilja sig frá Samfylkingunni? Hvorki Píratar né Vinstri Grænir hafa gagnrýnt Samfylkinguna eða borgarstjóra svo heitið getur. Viðreisn hefur sömuleiðis ekki náð að takast á loft. Hvað önnur framboð varðar, þá væri það að æra óstöðugan að telja þau öll upp. Athyglisvert er þó eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag, þá eru ríflega 3.400 manns í framboði. Það samsvarar um 1% þjóðarinnar, og er eins og 640 þúsund manns væru í framboði í Bretlandi, eða 3.25 milljónir manna færu fram í Bandaríkjunum. Auðvitað er það gott að svo margir láti sig pólitík varða, en að sumu leyti gerir það viti borinni umræðu erfiðara fyrir. Fjölmiðlarnir, sem verða að gæta jafnræðis, hafa einfaldlega ekki pláss til að kynna öll framboð svo vel sé. Kannski er það ástæðan fyrir því að svo margir eru óákveðnir nú á lokametrunum. Tæplega fimmti hver kjósandi er óákveðinn, og ríflega annað eins vildi ekki svara eða ætlar að skila auðu, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og svipaðar tölur má greina í könnun Gallup. Fylgið virðist vera á flökti og margir ekki enn búnir að ákveða sig. Frammistaða frambjóðenda á lokametrunum getur því skipt miklu. Hvað sem öllum bollaleggingum líður ber að fagna tækifærinu til að tjá skoðun okkar og mæta á kjörstað. Þrátt fyrir að talsverðrar kosningaþreytu kunni að gæta eftir síðustu ár má aldrei gleymast að kosningarétturinn er alls ekki sjálfsagður. Látum ekki vorhretið endalausa draga úr okkur kjark. Mætum og kjósum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun