Brasilíska stórstjarnan Neymar segist ekki viss um að hann verði tilbúinn andlega til að snúa aftur á fótboltavöllinn á HM í Rússlandi því hann sé hræddur eftir meiðslin.
Neymar fótbrotnaði í leik með Paris Saint-Germain í febrúar og hefur ekki spilað leik síðan. Hann hefur áður sagt að hann búist við því að vera tilbúinn fyrir fyrsta leik á HM þann 17. júní gegn Sviss. Nú hefur hann hins vegar sagt að hann sé ekki alveg viss með stöðuna á sér andlega.
„Allt gengur vel, Guði sé lof, en það er alltaf einhver hræðsla þegar maður snýr aftur. Ég þarf að losna við þessa hræðslu eins fljótt og hægt er til þess að geta mætt á HM,“ sagði Neymar við Youtube rás brasilísku goðsagnarinnar Zico.
Búist er við að Neymar byrji að æfa aftur fljótlega með PSG.
Neymar hræddur við að snúa aftur

Tengdar fréttir

Neymar brotinn og missir væntanlega af Real-leiknum
Maðurinn sem var keyptur til að koma Paris Saint Germain alla leið í Meistaradeildinni verður nær örugglega ekki með liðinu í seinna leiknum á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum keppninnar í ár.

Neymar verður næstum tvöfalt dýrari en síðast ef hann fer til Real Madrid í sumar
Spænska stórliðið þarf ekki að punga út nema litlum 50 milljörðum króna fyrir brasilíska framherjann.

Dani Alves missir af HM
Er á leið í aðgerð eftir að hafa meiðst í bikarúrslitaleik Paris Saint-Germain og Les Herbiers á dögunum.

Rivaldo: Neymar þarf að koma sér frá PSG
Fyrrum bestu knattspyrnumaður heims, Rivaldo, segir að landi sinn, Neymar, þurfi að fara frá PSG ef hann ætlar sér að verða besti knattspyrnumaður heims.