Keyrir sumarið í gang með drungalegu poppi Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. maí 2018 13:00 Andlit Íslands í Bandaríkjunum sendir frá sér drungalegt popplag sem fjallar meðal annars er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp. Vísir/Eyþór Ég myndi segja að þetta væri „dark pop“ – þetta er að mínu mati popp þó að þetta sé svolítið rólegt lag. En eins og viðlagið og melódían og svona er poppað,“ segir Sturla Atlas, en hann sendi í gær frá sér glænýtt lag sem nefnist No tomorrow. Eins og hann nefnir réttilega er það poppað en á sama tíma svolítið myrkt – þarna er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp og er það undirstrikað í myndbandinu þar sem Logi Pedro deyr í bílslysi. Sturla fullvissar blaðamann þó um að hann sé á lífi í alvörunni.Það er nokkuð um liðið síðan það heyrðist nýtt Sturlu-lag – ertu bara búinn að vera í stúdíóinu að vinna síðan þið sendur seinast frá ykkur tónlist? „Já meðal annars – ég er samt líklega búinn að vera í hinu og þessu í vetur; leika og í öðrum verkefnum. Það er líka bara fínt að leyfa hlutunum að anda stundum og koma svo bara tvíefldur til baka.“ Aðspurður hvort þetta tákni að núna sé að fara að koma flóðbylgja af Sturlu Atlas tónlist segir Sturla að hann vilji ekki gefa alltof mikið upp en að það megi alveg eiga von á einhverju í sumar. Talandi um stúdíóið – 101nderland virðist samkvæmt samfélagsmiðlum standa í miklum breytingum og má sjá Sturlu, Jóhann Kristófer, Loga og félaga rykþakta í vinnugöllunum umkringda steinull.Hvað er að gerast? „Við erum að bæta það aðeins. Nú erum við komnir með aðeins stærra rými og erum að aðskilja skrifstofuna frá stúdíórýminu. Það eru svo margir listamenn þarna: ég, Jóhann, Logi og Unnsteinn, Birnir og Flóni, Auður?… við erum allir þarna. Þannig að það var orðin svona smá félagsmiðstöðvarstemming stundum. Við erum að reyna að sporna gegn því og leyfa stúdíóinu að vera stúdíó. Svo er annað rými sem er skrifstofurými þar sem er kannski ekki jafn mikill umgangur. Það getur verið tvíeggja sverð að vera með stúdíó sem er félagsmiðstöð líka.“ Sturla, Jóhann og Logi hafa verið svolítið í Bandaríkjunum upp á síðkastið og eru þar ákveðið andlit Íslands. „Við erum búnir að vera í smá lúxusverkefni fyrir Íslandsstofu. Við förum til Bandaríkjanna og erum að spila á landkynningarviðburðum. Það er bara mjög næs og ógeðslega skemmtilegt. Það er kostur að við mætum alltaf svolítið mikið með fjörið, það er alltaf gaman hjá okkur þegar við erum að spila.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Ég myndi segja að þetta væri „dark pop“ – þetta er að mínu mati popp þó að þetta sé svolítið rólegt lag. En eins og viðlagið og melódían og svona er poppað,“ segir Sturla Atlas, en hann sendi í gær frá sér glænýtt lag sem nefnist No tomorrow. Eins og hann nefnir réttilega er það poppað en á sama tíma svolítið myrkt – þarna er verið að velta fyrir sér möguleikanum um að það sé ekkert sjálfsagt að morgundagurinn renni upp og er það undirstrikað í myndbandinu þar sem Logi Pedro deyr í bílslysi. Sturla fullvissar blaðamann þó um að hann sé á lífi í alvörunni.Það er nokkuð um liðið síðan það heyrðist nýtt Sturlu-lag – ertu bara búinn að vera í stúdíóinu að vinna síðan þið sendur seinast frá ykkur tónlist? „Já meðal annars – ég er samt líklega búinn að vera í hinu og þessu í vetur; leika og í öðrum verkefnum. Það er líka bara fínt að leyfa hlutunum að anda stundum og koma svo bara tvíefldur til baka.“ Aðspurður hvort þetta tákni að núna sé að fara að koma flóðbylgja af Sturlu Atlas tónlist segir Sturla að hann vilji ekki gefa alltof mikið upp en að það megi alveg eiga von á einhverju í sumar. Talandi um stúdíóið – 101nderland virðist samkvæmt samfélagsmiðlum standa í miklum breytingum og má sjá Sturlu, Jóhann Kristófer, Loga og félaga rykþakta í vinnugöllunum umkringda steinull.Hvað er að gerast? „Við erum að bæta það aðeins. Nú erum við komnir með aðeins stærra rými og erum að aðskilja skrifstofuna frá stúdíórýminu. Það eru svo margir listamenn þarna: ég, Jóhann, Logi og Unnsteinn, Birnir og Flóni, Auður?… við erum allir þarna. Þannig að það var orðin svona smá félagsmiðstöðvarstemming stundum. Við erum að reyna að sporna gegn því og leyfa stúdíóinu að vera stúdíó. Svo er annað rými sem er skrifstofurými þar sem er kannski ekki jafn mikill umgangur. Það getur verið tvíeggja sverð að vera með stúdíó sem er félagsmiðstöð líka.“ Sturla, Jóhann og Logi hafa verið svolítið í Bandaríkjunum upp á síðkastið og eru þar ákveðið andlit Íslands. „Við erum búnir að vera í smá lúxusverkefni fyrir Íslandsstofu. Við förum til Bandaríkjanna og erum að spila á landkynningarviðburðum. Það er bara mjög næs og ógeðslega skemmtilegt. Það er kostur að við mætum alltaf svolítið mikið með fjörið, það er alltaf gaman hjá okkur þegar við erum að spila.“Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira