Harpa á betra skilið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. maí 2018 09:15 Tónlistarhúsið Harpa er guðsgjöf fyrir íslenska menningu. Loksins eignuðumst við hús sem veitir menningarviðburðum tilhlýðilega umgjörð. Allar dýrar framkvæmdir orka tvímælis þegar farið er af stað, en þegar vel tekst til, eins og í tilviki Hörpu, þá verða umdeildar framkvæmdir að þjóðargersemi. En velvild er hægt að missa úr greipunum á einni nóttu. Þar hefur núverandi yfirstjórn Hörpu náð undraverðum árangri. Nánast öll tíðindi er varða rekstur hússins birtast með neikvæðum formerkjum. Nýverið var tilkynnt að Harpa hefði verið rekin með ríflega 240 milljóna króna tapi á síðasta ári. Samanlagt tap rekstrarfélags Hörpu frá 2011 nemur rúmum þremur milljörðum króna, því til viðbótar hafa ríki og Reykjavíkurborg lagt 8,2 milljarða til hússins. Auðvitað er viðbúið að menningarstarfsemi þurfi að einhverju leyti að niðurgreiða, en áætlanir um rekstur hússins virðast líka hafa verið óraunhæfar. Það er ósanngjarnt að ætla núverandi stjórnendum að axla einir ábyrgð. Hvað sem því líður er það verkefni stjórnenda að útbúa raunhæfar áætlanir um reksturinn. Þar þarf raunsæi til, ekki óskhyggju. Frammistaða stjórnar og stjórnenda Hörpu í umræðunni á liðnum misserum gefur ekki tilefni til tiltrúar á að þau valdi starfinu. Í vetur bárust fregnir af furðulegri fjármálastjórn í tengslum við tónleika Sigur Rósar í Hörpu. Niðurstaðan varð milljóna tjón fyrir Hörpu og Sigur Rós. Tilraunir forsvarsmanna til skýringa á málinu voru fálmkenndar svo ekki sé meira sagt. Að mörgum hefur væntanlega læðst sá grunur að vinnubrögð sem þessi fengju varla að viðgangast í einkageiranum afleiðingalaust. Umræðan um launakjör forstjórans eru svo sérkapítuli. Aftur hafa viðbrögðin verið með eindæmum fálmkennd og misvísandi. Upplifun starfsmanna hússins var greinilega sú sama. Svo fór að 22 þjónustufulltrúar gengu út. Þá kvað stjórnarformaður Hörpu sér hljóðs og sagði fréttir af málinu „falsfréttir“ og „rangar“ fréttir. Viðbrögð stjórnarformannsins eru skólabókardæmi um hvernig ekki á að taka á fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að líta í eigin barm. Fjölmiðlar gera ekki annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir gögnum og heimildum. Stjórnarformaðurinn gat engin dæmi nefnt um rangfærslur fjölmiðla máli sínu til stuðnings. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra fjölmiðlamanna og fjölmiðla sem í hlut áttu. Fréttir af rekstri Hörpu undanfarið benda því miður til þess að það sé regla fremur en undantekning að stjórnendum séu mislagðar hendur. Nær væri að fram færi almennileg greining á stjórnarháttum félagsins frekar en að halda áfram skotárásum á sendiboðann. Batnandi fólki er best að lifa, en til að bót verði á þarf fyrst að viðurkenna vandann. Harpa á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Tónlistarhúsið Harpa er guðsgjöf fyrir íslenska menningu. Loksins eignuðumst við hús sem veitir menningarviðburðum tilhlýðilega umgjörð. Allar dýrar framkvæmdir orka tvímælis þegar farið er af stað, en þegar vel tekst til, eins og í tilviki Hörpu, þá verða umdeildar framkvæmdir að þjóðargersemi. En velvild er hægt að missa úr greipunum á einni nóttu. Þar hefur núverandi yfirstjórn Hörpu náð undraverðum árangri. Nánast öll tíðindi er varða rekstur hússins birtast með neikvæðum formerkjum. Nýverið var tilkynnt að Harpa hefði verið rekin með ríflega 240 milljóna króna tapi á síðasta ári. Samanlagt tap rekstrarfélags Hörpu frá 2011 nemur rúmum þremur milljörðum króna, því til viðbótar hafa ríki og Reykjavíkurborg lagt 8,2 milljarða til hússins. Auðvitað er viðbúið að menningarstarfsemi þurfi að einhverju leyti að niðurgreiða, en áætlanir um rekstur hússins virðast líka hafa verið óraunhæfar. Það er ósanngjarnt að ætla núverandi stjórnendum að axla einir ábyrgð. Hvað sem því líður er það verkefni stjórnenda að útbúa raunhæfar áætlanir um reksturinn. Þar þarf raunsæi til, ekki óskhyggju. Frammistaða stjórnar og stjórnenda Hörpu í umræðunni á liðnum misserum gefur ekki tilefni til tiltrúar á að þau valdi starfinu. Í vetur bárust fregnir af furðulegri fjármálastjórn í tengslum við tónleika Sigur Rósar í Hörpu. Niðurstaðan varð milljóna tjón fyrir Hörpu og Sigur Rós. Tilraunir forsvarsmanna til skýringa á málinu voru fálmkenndar svo ekki sé meira sagt. Að mörgum hefur væntanlega læðst sá grunur að vinnubrögð sem þessi fengju varla að viðgangast í einkageiranum afleiðingalaust. Umræðan um launakjör forstjórans eru svo sérkapítuli. Aftur hafa viðbrögðin verið með eindæmum fálmkennd og misvísandi. Upplifun starfsmanna hússins var greinilega sú sama. Svo fór að 22 þjónustufulltrúar gengu út. Þá kvað stjórnarformaður Hörpu sér hljóðs og sagði fréttir af málinu „falsfréttir“ og „rangar“ fréttir. Viðbrögð stjórnarformannsins eru skólabókardæmi um hvernig ekki á að taka á fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að líta í eigin barm. Fjölmiðlar gera ekki annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir gögnum og heimildum. Stjórnarformaðurinn gat engin dæmi nefnt um rangfærslur fjölmiðla máli sínu til stuðnings. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra fjölmiðlamanna og fjölmiðla sem í hlut áttu. Fréttir af rekstri Hörpu undanfarið benda því miður til þess að það sé regla fremur en undantekning að stjórnendum séu mislagðar hendur. Nær væri að fram færi almennileg greining á stjórnarháttum félagsins frekar en að halda áfram skotárásum á sendiboðann. Batnandi fólki er best að lifa, en til að bót verði á þarf fyrst að viðurkenna vandann. Harpa á betra skilið.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun