„Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. júlí 2018 17:24 Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Aukafundi um stöðu húsnæðislausra í borginni lauk á fimmta tímanum í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að á fundinum hefði tillaga meirihlutans sem var í átta liðum verið samþykkt auk þess sem tvær tillögur minnihlutans hefðu verið samþykktar. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, hefði viljað sjá afgerandi ákvarðanir teknar á fundinum. „Ég hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi,“ segir Kolbrún. „Við auðvitað samþykktum á þessum fundi tillögu meirihlutans sem var í átta liðum og síðan tvær af tillögum minnihlutans og vísuðum flestum öðrum inn í þá vinnu sem er í gangi og mér fannst þetta ágætis fundur, faglegur og í takt við þau vinnubrögð sem eru viðhöfð í borgarkerfinu; að afla upplýsinga fyrst og nota bestu fáanlegu upplýsingar og nota fagráðin til að móta stefnu í ákveðum málaflokkum en það er auðvitað leiðinlegt ef hún [Kolbrún Baldursdóttir] upplifir þetta öðruvísi en ég upplifði þetta ágætisfund og það var gagnlegt að fara yfir þetta,“ segir Heiða Björg um fundinn. Kolbrún segir að Flokkur fólksins hafi lagt fram fjórar tillögur, tveimur var vísað áfram til velferðarráðs, einni hafnað og annarri vísað til fjármálaskrifstofunnar. Þeim tillögum sem var vísað áfram til velferðarráðs var annars vegar tillaga um að borgin myndi leggja til lóð fyrir hjólhýsa-og húsbílabyggð og hins vegar tillaga um að borgin myndi kaupa skrifstofuhúsnæði og breyta því í íbúðir fyrir heimilislausa. Kolbrún segir að hjólhýsabyggð þyrfti að rísa í nálægð við grunnþjónustu og almenningssamgöngur. „Það þarf að koma til móts við þessar óskir og hafa þetta þannig að þetta sé varanlegt þannig að þau séu ekki að hrekjast frá einu tjaldstæði til annars eða að borga háa leigu eins og í Laugardalnum núna þar sem þau upplifa sig mörg mjög óvelkomin. Þetta má sjá víð í löndum sem við berum okkur saman við og kannski kominn tími til að þetta eru óskir ákveðins hóps,“ segir Kolbrún. Heiða Björg segist hafa ákveðið að hafna ekki þessum hugmyndum heldur vísa þeim áfram inn í stefnumótun fyrir málaflokkinn. „Við þekkjum ekki alveg hjólhýsabyggðina, það er svolítið nýtt á Íslandi þannig að við höfnum því ekki en okkur fannst rétt að fá velferðarsvið til þess að skoða hvernig þetta hefur reynst erlendis og hvað það er sem ætti að varast og hvað það er sem gæti verið gott og hvernig umgjörð væri þá mikilvæg og annað slíkt. Við vorum ekki tilbúin að samþykkja þetta á þessum fundi að óathuguðu máli,“ segir Heiða sem bætir við að það sé mikilvægt að bera virðingu fyrir vali fólks. Tillaga meirihlutans, segir Heiða, lýtur að því að skoða málin heildstætt. „Fá upplýsingar og skoða stofnframlög með ríkinu, leita eftir samstarfi við ríkið um heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp og einnig að koma á þessu formlega samstarfi sem bæði umboðsmaður Alþingis og velferðarvaktin hafa verið að kalla eftir að sé til staðar um málefni heimilislausra og utangarðsfólks. Við viljum sýna frumkvæði að því að segja að við séum tilbúin í það samstarf fyrir þetta mikilvæga málefni.“ Þann 10. ágúst næstkomandi verður haldinn fundur í velferðarráði þar sem stefnumótun í málaflokknum fer fram. „Stefnumótunin byggir þá meira á þessum úrræðum sem við höfum verið að þróa síðustu ár eins og skaðaminnkandi úrræði og „Húsnæði fyrst“. Við erum búin að taka stefnuna á að það verði 22 slíkar íbúðir fráteknar. Þetta er í rauninni félagslegt húsnæði sem er frátekið fyrir þennan hóp þannig að okkur fannst rétt að vísa þessum tillögum [tillögum minnihlutans] inn í það þannig að tillagan verði heildstæð.“ Tengdar fréttir Boðar lausnir á vandamálum heimilislausra Flokkur fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur hyggst leggja fram tvær tillögur að lausn á vanda heimilislausra í borginni á fundi borgarráðs næstkomandi fimmtudag. 31. júlí 2018 06:00 Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Aukafundi um stöðu húsnæðislausra í borginni lauk á fimmta tímanum í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að á fundinum hefði tillaga meirihlutans sem var í átta liðum verið samþykkt auk þess sem tvær tillögur minnihlutans hefðu verið samþykktar. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, hefði viljað sjá afgerandi ákvarðanir teknar á fundinum. „Ég hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi,“ segir Kolbrún. „Við auðvitað samþykktum á þessum fundi tillögu meirihlutans sem var í átta liðum og síðan tvær af tillögum minnihlutans og vísuðum flestum öðrum inn í þá vinnu sem er í gangi og mér fannst þetta ágætis fundur, faglegur og í takt við þau vinnubrögð sem eru viðhöfð í borgarkerfinu; að afla upplýsinga fyrst og nota bestu fáanlegu upplýsingar og nota fagráðin til að móta stefnu í ákveðum málaflokkum en það er auðvitað leiðinlegt ef hún [Kolbrún Baldursdóttir] upplifir þetta öðruvísi en ég upplifði þetta ágætisfund og það var gagnlegt að fara yfir þetta,“ segir Heiða Björg um fundinn. Kolbrún segir að Flokkur fólksins hafi lagt fram fjórar tillögur, tveimur var vísað áfram til velferðarráðs, einni hafnað og annarri vísað til fjármálaskrifstofunnar. Þeim tillögum sem var vísað áfram til velferðarráðs var annars vegar tillaga um að borgin myndi leggja til lóð fyrir hjólhýsa-og húsbílabyggð og hins vegar tillaga um að borgin myndi kaupa skrifstofuhúsnæði og breyta því í íbúðir fyrir heimilislausa. Kolbrún segir að hjólhýsabyggð þyrfti að rísa í nálægð við grunnþjónustu og almenningssamgöngur. „Það þarf að koma til móts við þessar óskir og hafa þetta þannig að þetta sé varanlegt þannig að þau séu ekki að hrekjast frá einu tjaldstæði til annars eða að borga háa leigu eins og í Laugardalnum núna þar sem þau upplifa sig mörg mjög óvelkomin. Þetta má sjá víð í löndum sem við berum okkur saman við og kannski kominn tími til að þetta eru óskir ákveðins hóps,“ segir Kolbrún. Heiða Björg segist hafa ákveðið að hafna ekki þessum hugmyndum heldur vísa þeim áfram inn í stefnumótun fyrir málaflokkinn. „Við þekkjum ekki alveg hjólhýsabyggðina, það er svolítið nýtt á Íslandi þannig að við höfnum því ekki en okkur fannst rétt að fá velferðarsvið til þess að skoða hvernig þetta hefur reynst erlendis og hvað það er sem ætti að varast og hvað það er sem gæti verið gott og hvernig umgjörð væri þá mikilvæg og annað slíkt. Við vorum ekki tilbúin að samþykkja þetta á þessum fundi að óathuguðu máli,“ segir Heiða sem bætir við að það sé mikilvægt að bera virðingu fyrir vali fólks. Tillaga meirihlutans, segir Heiða, lýtur að því að skoða málin heildstætt. „Fá upplýsingar og skoða stofnframlög með ríkinu, leita eftir samstarfi við ríkið um heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp og einnig að koma á þessu formlega samstarfi sem bæði umboðsmaður Alþingis og velferðarvaktin hafa verið að kalla eftir að sé til staðar um málefni heimilislausra og utangarðsfólks. Við viljum sýna frumkvæði að því að segja að við séum tilbúin í það samstarf fyrir þetta mikilvæga málefni.“ Þann 10. ágúst næstkomandi verður haldinn fundur í velferðarráði þar sem stefnumótun í málaflokknum fer fram. „Stefnumótunin byggir þá meira á þessum úrræðum sem við höfum verið að þróa síðustu ár eins og skaðaminnkandi úrræði og „Húsnæði fyrst“. Við erum búin að taka stefnuna á að það verði 22 slíkar íbúðir fráteknar. Þetta er í rauninni félagslegt húsnæði sem er frátekið fyrir þennan hóp þannig að okkur fannst rétt að vísa þessum tillögum [tillögum minnihlutans] inn í það þannig að tillagan verði heildstæð.“
Tengdar fréttir Boðar lausnir á vandamálum heimilislausra Flokkur fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur hyggst leggja fram tvær tillögur að lausn á vanda heimilislausra í borginni á fundi borgarráðs næstkomandi fimmtudag. 31. júlí 2018 06:00 Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Boðar lausnir á vandamálum heimilislausra Flokkur fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur hyggst leggja fram tvær tillögur að lausn á vanda heimilislausra í borginni á fundi borgarráðs næstkomandi fimmtudag. 31. júlí 2018 06:00
Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59
Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06