Innlent

Spáin fyrir verslunarmannahelgi breyst lítillega en endar eins

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm
Spáin fyrir verslunarmannahelgina er aðeins öðruvísi en í gær, en hún endar hins vegar með svipuðum hætti. Útlit er fyrir rigningu framan af, það er að segja á föstudag og laugardag, en svo styttir upp og verður bjart með köflum og hægviðri á sunnudag og mánudag.

„Í staðinn fyrir hæðarhrygg þá er lægð suður af landinu en það fylgir ekki úrkoma og það virðist vera áfram bjart með köflum á sunnudag og mánudag um mest allt land,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hann segir enn spáð dálítilli rigningu um mest allt land á föstudeginum og fram á laugardag en svo styttir upp og verður ágætis veður á sunnudag og mánudag, gangi spáin eftir.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Suðvestlæg átt, 3-8 og skúrir, en þurrt og bjart suðaustantil. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast austanlands.

Á föstudag:

Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir en dálítil rigning við suðvesturströndina um kvöldið. Hiti 10 til 15 stig.

Á laugardag:

Hæg norðlæg eða breytileg átt og dálítli væta um landið norðan- og austanvert en léttskýjað annarsstaðar. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á sunnudag:

Hæg suðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á mánudag (frídagur verslunarmanna):

Útlit fyrir hæga austlæga eða breytilega átt og bjartviðri, en yfirleitt skýjað með austurströndinni. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×