Með reiða ferðalanga á línunni daga og nætur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 31. júlí 2018 06:00 Ása Karen Baldursdóttir svaraði ferðamönnum í fyrstu og leiðbeindi þeim. En hætti því svo. Ónæðið segir hún hafi hreinlega verið orðið of mikið. Fréttablaðið/þórsteinn Í tæp tvö hefur Ása Karen Baldurs fengið fjölmörg símtöl frá reiðum farþegum WOW Air sem reyna að endurheimta glataðan farangur sinn. Símtölin berast henni jafnt daga sem nætur. Stundum eru símtölin mörg á sólarhring. „Það hefur gerst nokkrum sinnum. Þetta byrjaði í janúar fyrir ári síðan. Fyrst svaraði ég og leiðbeindi viðskiptavinum. Svo hætti ég að nenna að svara. Þá hringir fólk bara aftur og aftur og gefst ekki upp,“ segir Ása Karen. Það er skemmst frá því að segja að Ása Karen starfar ekki fyrir WOW Air og síður en svo í ferðaþjónustu. Hún er með reiða ferðalanga á línunni vegna þess að símanúmer hennar inniheldur fyrstu sjö stafi bandaríska þjónustusímanúmers WOW Air. Ása Karen segir landskóðann í sviga fyrir framan á vefsíðu til leiðbeiningar ferðamönnum. Það leiði til þess að fólk taki ekki jafnvel eftir kóðanum og því hafi símtölin til hennar orðið svo mörg. Ása Karen sendi póst á WOW Air á síðasta ári og fékk þau svör að það væri ekkert hægt að gera í þessu. Það væri ekki fyrirtækinu að kenna að fólk slægi ekki inn réttan landskóða. „Það væri bara því miður erfitt að gera eitthvað í þessu. Ég sýndi þeim hversu mikið af símtölum þetta væri, tók skjáskot af því. Mér finnst réttara að hafa framsetninguna með skýrari hætti,“ segir Ása Karen sem vill ekki skipta um símanúmer vegna ónæðisins. „Það er meira mál fyrir mig en fyrir fyrirtækið að greiða úr þessu,“ bendir hún á. Ása Karen segist hafa íhugað að svara farþegum WOW Air með þeim hætti að fyrirtækið neyðist til að breyta framsetningu sinni á símanúmerunum. Svo hún fái stundarfrið. Það verður þó ekki af því að Ása Karen taki til slíkra ráða því þegar blaðamaður hringdi til flugfélagsins og spurðist fyrir voru viðbrögðin skjót. WOW Air ákvað í gær að launa Ásu Karenu langlundargeðið og gaf henni gjafabréf með flugi til Evrópu að eigin vali. Hún hefði sannarlega unnið sér inn fyrir því. Þá stendur til að skipta um símanúmer á þjónustusíðu fyrirtækisins. Ása Karen er að vonum ánægð með viðbrögðin. „Þótt fyrr hefði verið,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Í tæp tvö hefur Ása Karen Baldurs fengið fjölmörg símtöl frá reiðum farþegum WOW Air sem reyna að endurheimta glataðan farangur sinn. Símtölin berast henni jafnt daga sem nætur. Stundum eru símtölin mörg á sólarhring. „Það hefur gerst nokkrum sinnum. Þetta byrjaði í janúar fyrir ári síðan. Fyrst svaraði ég og leiðbeindi viðskiptavinum. Svo hætti ég að nenna að svara. Þá hringir fólk bara aftur og aftur og gefst ekki upp,“ segir Ása Karen. Það er skemmst frá því að segja að Ása Karen starfar ekki fyrir WOW Air og síður en svo í ferðaþjónustu. Hún er með reiða ferðalanga á línunni vegna þess að símanúmer hennar inniheldur fyrstu sjö stafi bandaríska þjónustusímanúmers WOW Air. Ása Karen segir landskóðann í sviga fyrir framan á vefsíðu til leiðbeiningar ferðamönnum. Það leiði til þess að fólk taki ekki jafnvel eftir kóðanum og því hafi símtölin til hennar orðið svo mörg. Ása Karen sendi póst á WOW Air á síðasta ári og fékk þau svör að það væri ekkert hægt að gera í þessu. Það væri ekki fyrirtækinu að kenna að fólk slægi ekki inn réttan landskóða. „Það væri bara því miður erfitt að gera eitthvað í þessu. Ég sýndi þeim hversu mikið af símtölum þetta væri, tók skjáskot af því. Mér finnst réttara að hafa framsetninguna með skýrari hætti,“ segir Ása Karen sem vill ekki skipta um símanúmer vegna ónæðisins. „Það er meira mál fyrir mig en fyrir fyrirtækið að greiða úr þessu,“ bendir hún á. Ása Karen segist hafa íhugað að svara farþegum WOW Air með þeim hætti að fyrirtækið neyðist til að breyta framsetningu sinni á símanúmerunum. Svo hún fái stundarfrið. Það verður þó ekki af því að Ása Karen taki til slíkra ráða því þegar blaðamaður hringdi til flugfélagsins og spurðist fyrir voru viðbrögðin skjót. WOW Air ákvað í gær að launa Ásu Karenu langlundargeðið og gaf henni gjafabréf með flugi til Evrópu að eigin vali. Hún hefði sannarlega unnið sér inn fyrir því. Þá stendur til að skipta um símanúmer á þjónustusíðu fyrirtækisins. Ása Karen er að vonum ánægð með viðbrögðin. „Þótt fyrr hefði verið,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28