„Íslendingar takið 1. september frá. Við verðum öll að hjálpast að“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2018 20:30 Freyr var sáttur í leikslok. vísir/andri marinó Ísland er komið í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM í fótbolta 2019 eftir 2-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var eins og við mátti búast hæst ánægður í leikslok. „Þetta var eins og ég átti von á, erfiður og óþægilegur leikur,“ sagði Freyr sem sagði fyrir leik að það væri langt síðan hann hafi verið eins órólegur fyrir leik. „Þær voru ótrúlega öflugar, ja eða ekki ótrúlega, þær eru bara orðnar öflugar.“ „Mjög feginn bara og ótrúlega stoltur að vera á toppnum með tvær umferðir eftir. Bring it on.“ Staðan var markalaus í hálfleik og þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið mun meira með boltann voru stelpurnar ekki sérstaklega sannfærandi og náðu lítið að skapa sér. Hélt landsliðsþjálfarinn eldræðu yfir sínum konum í leikhléi? „Ég veit það ekki. Ég var ekkert rosalega sáttur við ýmislegt en það var margt líka í lagi. Það kom eitthvað.“ Það gekk fremur erfiðlega að fá mikla leikgreiningu úr landsliðsþjálfaranum eftir leikinn þar sem fátt annað komst að en gleði og léttir yfir því að hafa klárað leikinn. „Góður sigur og við erum á toppnum. Það er það sem skiptir máli, mér er alveg sama,“ sagði hann aðspurður um mat á leiknum. Elín Metta Jensen kom með sterka innkomu af bekknum í dag og kom fyrsta markið stuttu eftir að hún kom inn á. „Frábær leikmaður. Mikið búið að ganga á hjá henni, læknisfræðin og inntökupróf og vesen. Ánægður með að hún náði þrjátíu mínútum og ég vissi að hún myndi skila þeim vel.“ Freyr fór fögrum orðum um andstæðinginn, sem þrátt fyrir að vera nokkuð langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum var alls ekki auðveldur. „Núna þegar ég er búinn að ná í sex stig (gegn Slóveníu) og halda hreinu á móti þeim þá get ég sagt það bara að ég er ánægður með þróunina í Slóveníu og það sem er í gangi. Þær eru á réttri vegferð og það er mjög gott fyrir fótboltann að svona þjóðir á þessum kaliber séu að taka framförum.“ Ísland spilar úrslitaleik um toppsætið gegn Þjóðverjum í Laugardalnum þann 1. september en eitt stig skilur liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Lokaleikur Íslands er svo gegn Tékkum þann 4. september. „Þetta er geggjað. Við erum með hreinan úrslitaleik við Þýskaland 1. september. Íslendingar, takiði daginn frá. Við gerum þetta ekki án þeirra, við verðum öll að hjálpast að. Þýskaland er.. ég get ekki einu sinni lýst því. Við þurfum að hjálpast að við þetta og við erum að fara í þetta saman,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Ísland er komið í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM í fótbolta 2019 eftir 2-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var eins og við mátti búast hæst ánægður í leikslok. „Þetta var eins og ég átti von á, erfiður og óþægilegur leikur,“ sagði Freyr sem sagði fyrir leik að það væri langt síðan hann hafi verið eins órólegur fyrir leik. „Þær voru ótrúlega öflugar, ja eða ekki ótrúlega, þær eru bara orðnar öflugar.“ „Mjög feginn bara og ótrúlega stoltur að vera á toppnum með tvær umferðir eftir. Bring it on.“ Staðan var markalaus í hálfleik og þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið mun meira með boltann voru stelpurnar ekki sérstaklega sannfærandi og náðu lítið að skapa sér. Hélt landsliðsþjálfarinn eldræðu yfir sínum konum í leikhléi? „Ég veit það ekki. Ég var ekkert rosalega sáttur við ýmislegt en það var margt líka í lagi. Það kom eitthvað.“ Það gekk fremur erfiðlega að fá mikla leikgreiningu úr landsliðsþjálfaranum eftir leikinn þar sem fátt annað komst að en gleði og léttir yfir því að hafa klárað leikinn. „Góður sigur og við erum á toppnum. Það er það sem skiptir máli, mér er alveg sama,“ sagði hann aðspurður um mat á leiknum. Elín Metta Jensen kom með sterka innkomu af bekknum í dag og kom fyrsta markið stuttu eftir að hún kom inn á. „Frábær leikmaður. Mikið búið að ganga á hjá henni, læknisfræðin og inntökupróf og vesen. Ánægður með að hún náði þrjátíu mínútum og ég vissi að hún myndi skila þeim vel.“ Freyr fór fögrum orðum um andstæðinginn, sem þrátt fyrir að vera nokkuð langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum var alls ekki auðveldur. „Núna þegar ég er búinn að ná í sex stig (gegn Slóveníu) og halda hreinu á móti þeim þá get ég sagt það bara að ég er ánægður með þróunina í Slóveníu og það sem er í gangi. Þær eru á réttri vegferð og það er mjög gott fyrir fótboltann að svona þjóðir á þessum kaliber séu að taka framförum.“ Ísland spilar úrslitaleik um toppsætið gegn Þjóðverjum í Laugardalnum þann 1. september en eitt stig skilur liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Lokaleikur Íslands er svo gegn Tékkum þann 4. september. „Þetta er geggjað. Við erum með hreinan úrslitaleik við Þýskaland 1. september. Íslendingar, takiði daginn frá. Við gerum þetta ekki án þeirra, við verðum öll að hjálpast að. Þýskaland er.. ég get ekki einu sinni lýst því. Við þurfum að hjálpast að við þetta og við erum að fara í þetta saman,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira