Á götunni síðan 1998: „Fólk bara festist á skýlinu“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. júní 2018 15:00 Fjallað verður um gistiskýlið við Lindargötu í Íslandi í dag klukkan 18:50. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að ofan.Maður á fimmtugsaldri sem hefur verið á götunni meira og minna í 20 ár segir afar erfitt fyrir heimilislausa að komast úr aðstæðunum. Úrræðin og umhverfið séu þess eðlis að alltaf sé stutt í neysluna. Gistiskýli fyrir utangarðsfólk hafa verið starfrækt í miðborginni um árabil. Í dag stendur skýlið við gatnamót Frakkastígs og Lindargötu, en áður var sambærilegt úrræði rekið við Þingholtsstræti. Davíð Ingi Þorsteinsson hefur vanið komur sínar í gistiskýli í borginni síðan 1998. „Drykkjan og neyslan, þú hefur ekkert annað að gera. Að vera edrú hérna, það hafa nokkrir reynt það, en engum tekist það almennilega held ég. Það er ekkert annað en að fara niður í bæ, í mígandi rigningu kannski, sitja inni í 10/11 og vita ekki neitt. Svo byrjar fólk í neyslu og síðan eyðir það öllum peningunum sínum í neyslu og síðan er þetta bara svona. Fólk festist á skýlinu,“ segir Davíð Ingi.Engin leið að ná langtíma framförum á götunni Þór Gíslason hefur verið forstöðumaður í gistiskýlinu síðan haustið 2017, en áður unnið með utangarðsfólki á einn eða annan hátt í áraraðir. „Þegar þú hefur ekki heimilisfesti, þegar þú hefur ekki öruggt húsnæði til að vera, þá gerir það allan annan vanda miklu flóknari. Það er engin leið að ná einhverri langtíma framför hjá einstaklingum sem eru á götunni meira og minna. Einstaklingur sem, segjum bara fer í fangelsi í einhverja mánuði eða ár, og hefur svo engan stað að fara á þegar hann kemur þaðan út. Hann er mjög fljótur að hverfa aftur niður í það sem hann var fyrir. Eins er það með meðferðir, langtímameðferðir, ef einstaklingurinn hefur engan annan stað til að fara á nema götuna eftir slíkt, þá má segja að það sé bara unnið fyrir gíg. Sú fjárfesting sem búið er að setja í varðandi meðferðir,“ segir Þór. Hann ítrekar að í dag snúist hugmyndafræðin um að koma fólki í eigið húsnæði og aðstoða það við að byggja upp líf sitt. Aftur á móti mætti gera miklu betur og þörf sé á hugarfarsbreytingu í samfélaginu öllu gagnvart útigangsfólki. Líta þurfi á það sem langveika einstaklinga, frekar en „óreglufólk“ eða „róna“, líkt og enn sé gjarnan raunin.Nánar verður rætt við Davíð Inga, Þór og fleiri sem að skýlinu koma í Íslandi í dag. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Fjallað verður um gistiskýlið við Lindargötu í Íslandi í dag klukkan 18:50. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að ofan.Maður á fimmtugsaldri sem hefur verið á götunni meira og minna í 20 ár segir afar erfitt fyrir heimilislausa að komast úr aðstæðunum. Úrræðin og umhverfið séu þess eðlis að alltaf sé stutt í neysluna. Gistiskýli fyrir utangarðsfólk hafa verið starfrækt í miðborginni um árabil. Í dag stendur skýlið við gatnamót Frakkastígs og Lindargötu, en áður var sambærilegt úrræði rekið við Þingholtsstræti. Davíð Ingi Þorsteinsson hefur vanið komur sínar í gistiskýli í borginni síðan 1998. „Drykkjan og neyslan, þú hefur ekkert annað að gera. Að vera edrú hérna, það hafa nokkrir reynt það, en engum tekist það almennilega held ég. Það er ekkert annað en að fara niður í bæ, í mígandi rigningu kannski, sitja inni í 10/11 og vita ekki neitt. Svo byrjar fólk í neyslu og síðan eyðir það öllum peningunum sínum í neyslu og síðan er þetta bara svona. Fólk festist á skýlinu,“ segir Davíð Ingi.Engin leið að ná langtíma framförum á götunni Þór Gíslason hefur verið forstöðumaður í gistiskýlinu síðan haustið 2017, en áður unnið með utangarðsfólki á einn eða annan hátt í áraraðir. „Þegar þú hefur ekki heimilisfesti, þegar þú hefur ekki öruggt húsnæði til að vera, þá gerir það allan annan vanda miklu flóknari. Það er engin leið að ná einhverri langtíma framför hjá einstaklingum sem eru á götunni meira og minna. Einstaklingur sem, segjum bara fer í fangelsi í einhverja mánuði eða ár, og hefur svo engan stað að fara á þegar hann kemur þaðan út. Hann er mjög fljótur að hverfa aftur niður í það sem hann var fyrir. Eins er það með meðferðir, langtímameðferðir, ef einstaklingurinn hefur engan annan stað til að fara á nema götuna eftir slíkt, þá má segja að það sé bara unnið fyrir gíg. Sú fjárfesting sem búið er að setja í varðandi meðferðir,“ segir Þór. Hann ítrekar að í dag snúist hugmyndafræðin um að koma fólki í eigið húsnæði og aðstoða það við að byggja upp líf sitt. Aftur á móti mætti gera miklu betur og þörf sé á hugarfarsbreytingu í samfélaginu öllu gagnvart útigangsfólki. Líta þurfi á það sem langveika einstaklinga, frekar en „óreglufólk“ eða „róna“, líkt og enn sé gjarnan raunin.Nánar verður rætt við Davíð Inga, Þór og fleiri sem að skýlinu koma í Íslandi í dag.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira