Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 2-0 | Ísland endurheimti toppsætið Einar Sigurvinsson skrifar 11. júní 2018 20:30 Íslenska liðið fagnar sigrinum í kvöld. Vísir/andri marinó Ísland er í efsta sæti síns riðils eftir 2-0 sigur á Slóveníu í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi á næsta ári. Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum. Ísland byrjaði leikinn af krafti og var töluvert meira með boltann en gestirnir. Þrátt fyrir það gekk íslenska liðinu illa að skapa sér marktækifæri, en fyrsta færi leiksins kom ekki fyrr en þegar tæplega tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Ingibjörg Sigurðardóttir lék þá á Kristinu Erman í vörn Slóveníu og kom boltanum fyrir teiginn þar Harpa Þorsteinsdóttir var í góðu færi en náði ekki skoti á markið. Skömmu síðar mátti litlu muna að Slóvenía tæki forystuna. Gestirnir tóku þá aukaspyrnu úti á kanti en Guðbjörg Gunnarsdóttir misreiknaði fyrirgjöfina illa og fékk Kaja Korosec gott færi sem hún náði ekki að setja á markið. Það var heldur meira líf í síðari hálfleiknum. Á 48. mínútu tók fyrirliði Slóveníu og fyrrum leikmaður Þór/KA, Mateja Zver, gott skot úr aukaspyrnu sem Guðbjörg varði. Skömmu síðar fékk vinstri bakvörður Slóveníu, Kristina Erman, hættulegt færi en hitti ekki á markið. Það var því gríðarlega kærkomið þegar Glódís Perla Viggósdóttir braut ísinn fyrir Ísland með fyrsta marki leiksins á 54. mínútu. Hallbera Gísladóttir átti þá góða sendingu beint á kollinn á Glódísi, Zala Meršnik varði skallann en Glódís fylgdi vel á eftir og kom Íslandi í 1-0. Glódís var síðan aftur á ferðinni í seinna marki Íslands þegar hún skallaði hornspyrnu frá Selmu Sól Magnúsdóttir í netið. Við þetta misstu leikmenn Slóveníu trú á verkefninu og var eftirleikurinn því auðveldur. Ísland gerði það sem til þurfti og unnu að lokum góðan 2-0 sigur. Með sigrinum endurheimti Ísland efsta sæti riðilsins með 16 stig, einu stigi meira en Þýskaland sem situr í 2. sæti. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi og myndi sigur í þeim leik tryggja Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi á næsta ári.Af hverju vann Ísland leikinn? Íslenska liðið var í raun betra á öllum sviðum. Íslandi gekk illa að skapa sér færi framan af en var miklu meira með boltann og að spila honum vel sín á milli. Vörn liðsins var mjög traust allan leikinn og sárasjaldan sem Slóveníu tókst að ógna íslenska markinu.Hverjar stóðu upp úr? Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran dag. Hún skoraði ekki bara bæði mörk leiksins heldur spilaði hún einnig virkilega vel í vörninni. Ingibjörg Sigurðardóttir var einnig mjög góð, traust varnarlega og sífellt ógnandi sóknarlega. Í liði Slóveníu stóð Mateja Zver, fyrrum leikmaður Þór/KA, upp úr.Hvað gekk illa? Slóvenía spilaði þéttan varnarleik sem íslenska liðið átti í erfiðleikum með að komast í gegnum. Fyrsta marktækifæri leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á 37. mínútu og voru færi liðsins í raun ekki mikið fleiri en mörkin tvö.Hvað gerist næst? Eftir sigurinn í dag er íslenska liðið í mjög góðri stöðu. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi, á Laugardalsvelli 1. september. Ef Ísland vinnur þann leik er liðið búið að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi á næsta ári. Jafntefli í þeim leik væru einnig góð úrslit því þá gæti liðið tryggt sér toppsæti riðilsins með sigri á Tékklandi þremur dögum síðar. Það er í það minnsta ljóst að íslenska fótboltaveislan mun halda áfram eftir að HM í Rússlandi er lokið og hvetjum við alla til að skella sér á Laugardalsvöll í byrjun september. HM 2019 í Frakklandi
Ísland er í efsta sæti síns riðils eftir 2-0 sigur á Slóveníu í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi á næsta ári. Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum. Ísland byrjaði leikinn af krafti og var töluvert meira með boltann en gestirnir. Þrátt fyrir það gekk íslenska liðinu illa að skapa sér marktækifæri, en fyrsta færi leiksins kom ekki fyrr en þegar tæplega tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Ingibjörg Sigurðardóttir lék þá á Kristinu Erman í vörn Slóveníu og kom boltanum fyrir teiginn þar Harpa Þorsteinsdóttir var í góðu færi en náði ekki skoti á markið. Skömmu síðar mátti litlu muna að Slóvenía tæki forystuna. Gestirnir tóku þá aukaspyrnu úti á kanti en Guðbjörg Gunnarsdóttir misreiknaði fyrirgjöfina illa og fékk Kaja Korosec gott færi sem hún náði ekki að setja á markið. Það var heldur meira líf í síðari hálfleiknum. Á 48. mínútu tók fyrirliði Slóveníu og fyrrum leikmaður Þór/KA, Mateja Zver, gott skot úr aukaspyrnu sem Guðbjörg varði. Skömmu síðar fékk vinstri bakvörður Slóveníu, Kristina Erman, hættulegt færi en hitti ekki á markið. Það var því gríðarlega kærkomið þegar Glódís Perla Viggósdóttir braut ísinn fyrir Ísland með fyrsta marki leiksins á 54. mínútu. Hallbera Gísladóttir átti þá góða sendingu beint á kollinn á Glódísi, Zala Meršnik varði skallann en Glódís fylgdi vel á eftir og kom Íslandi í 1-0. Glódís var síðan aftur á ferðinni í seinna marki Íslands þegar hún skallaði hornspyrnu frá Selmu Sól Magnúsdóttir í netið. Við þetta misstu leikmenn Slóveníu trú á verkefninu og var eftirleikurinn því auðveldur. Ísland gerði það sem til þurfti og unnu að lokum góðan 2-0 sigur. Með sigrinum endurheimti Ísland efsta sæti riðilsins með 16 stig, einu stigi meira en Þýskaland sem situr í 2. sæti. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi og myndi sigur í þeim leik tryggja Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi á næsta ári.Af hverju vann Ísland leikinn? Íslenska liðið var í raun betra á öllum sviðum. Íslandi gekk illa að skapa sér færi framan af en var miklu meira með boltann og að spila honum vel sín á milli. Vörn liðsins var mjög traust allan leikinn og sárasjaldan sem Slóveníu tókst að ógna íslenska markinu.Hverjar stóðu upp úr? Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran dag. Hún skoraði ekki bara bæði mörk leiksins heldur spilaði hún einnig virkilega vel í vörninni. Ingibjörg Sigurðardóttir var einnig mjög góð, traust varnarlega og sífellt ógnandi sóknarlega. Í liði Slóveníu stóð Mateja Zver, fyrrum leikmaður Þór/KA, upp úr.Hvað gekk illa? Slóvenía spilaði þéttan varnarleik sem íslenska liðið átti í erfiðleikum með að komast í gegnum. Fyrsta marktækifæri leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á 37. mínútu og voru færi liðsins í raun ekki mikið fleiri en mörkin tvö.Hvað gerist næst? Eftir sigurinn í dag er íslenska liðið í mjög góðri stöðu. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi, á Laugardalsvelli 1. september. Ef Ísland vinnur þann leik er liðið búið að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi á næsta ári. Jafntefli í þeim leik væru einnig góð úrslit því þá gæti liðið tryggt sér toppsæti riðilsins með sigri á Tékklandi þremur dögum síðar. Það er í það minnsta ljóst að íslenska fótboltaveislan mun halda áfram eftir að HM í Rússlandi er lokið og hvetjum við alla til að skella sér á Laugardalsvöll í byrjun september.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti