Pétur var gestur í þættinum Satt eða Logið síðasta föstudag á Stöð 2 og sagði þar ótrúlega sögu þegar hann gerði veður út af glötuðum sjampóbrúsa á hóteli hér á landi.
Pétur er með nokkuð þurran hársvörð og því kaupir hann rándýrt sjampó. Hann ætlaði því ekki að tapa þessum glænýja brúsa og lagði mikið á sig til að fá hann til baka.
Hér að neðan má sjá þegar Pétur Jóhann las upp harðorðan tölvupóst sem hann sendi á hótelið út af brúsanum. Algjörlega lygilega saga og áttu andstæðingar hans að giska hvort hún væri sönn eða lygi.