Sagði Alríkislögregluna eiga uppljóstra í röðum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2018 19:31 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Glenn R. Simpson, stofnandi fyrirtækisins Fusion GPS, segir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa haft uppljóstrara í framboði Donald Trump, forseta. Sá uppljóstrari hafi veitt starfsmönnum FBI upplýsingar um framboðið. Þetta kom fram þegar Simpson ræddi við þingmenn í haust vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Það voru starfsmenn Fusion GPS sem bjuggu til umdeilda skýrslu um tengsl Trump í Rússlandi.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar tók þá ákvörðun að birta afrit af samtali þingmanna við Simpson eftir að hann hafði sjálfur kallað eftir því. Simpson ræddi við þingmennina í tíu klukkustundir í ágúst og síðan þá hefur hann sagt að Repúblikanar hafi lekið misvísandi hlutum af samtalinu í pólitískum tilgangi.Birti afritið til að svara dylgjum og rangfærslumDianna Feinstein, sem birti afritið, segir að dylgjurnar og rangfærslur sem hafi verið á kreiki varðandi svör Simpson séu liður í áætlun Repúblikana að grafa undan rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á mögulegu samstarfi framboðs Trump með Rússum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.„Eina leiðin til að gera allt ljóst er að opinbera afritið,“ sagði Feinstein. Sjá má afritið, sem birt var í kvöld, í heild sinni hér.Christopher Steele, starfsmaður Fusion GPS og fyrrverandi njósnari í Bretlandi, safnaði gögnunum sem mynduðu skýrsluna umdeildu. Áðurnefnd þingnefnd hefur stefnt Steele og boðað hann á fund.Upplýsingum bar saman Í byrjun ársins 2016 var Fusion GPS ráðið af andstæðingum Trump til þess að safna upplýsingum um hann. Eftir að í ljós kom að hann myndi hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins réð lögmaður Hillary Clinton fyrirtækið til að halda upplýsingasöfnuninni áfram. Steele, sem starfaði sem njósnari í Rússlandi, var ráðinn af fyrirtækinu til að kanna tengsl og umsvif Trump þar í landi. Steele leitaði til FBI í júlí sama ár og sagðist hafa áhyggjur af sambandi Trump og yfirvalda Rússlands. Simpson sagði þingmönnum að starfsmenn FBI hefðu gert Steele ljóst að þeir trúðu hluta þess sem fram kom í skýrslunni.„Ég skildi það sem svo að þeir Trúðu Chris á þeim tímapunkti,“ sagði Simpson. „Þeir töldu Chris trúverðugan þar sem þeir hefðu þegar fundið upplýsingar um sömu hluti og hluti þeirra upplýsinga komu frá uppljóstrara innan framboðs Trump.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Glenn R. Simpson, stofnandi fyrirtækisins Fusion GPS, segir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa haft uppljóstrara í framboði Donald Trump, forseta. Sá uppljóstrari hafi veitt starfsmönnum FBI upplýsingar um framboðið. Þetta kom fram þegar Simpson ræddi við þingmenn í haust vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Það voru starfsmenn Fusion GPS sem bjuggu til umdeilda skýrslu um tengsl Trump í Rússlandi.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar tók þá ákvörðun að birta afrit af samtali þingmanna við Simpson eftir að hann hafði sjálfur kallað eftir því. Simpson ræddi við þingmennina í tíu klukkustundir í ágúst og síðan þá hefur hann sagt að Repúblikanar hafi lekið misvísandi hlutum af samtalinu í pólitískum tilgangi.Birti afritið til að svara dylgjum og rangfærslumDianna Feinstein, sem birti afritið, segir að dylgjurnar og rangfærslur sem hafi verið á kreiki varðandi svör Simpson séu liður í áætlun Repúblikana að grafa undan rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á mögulegu samstarfi framboðs Trump með Rússum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.„Eina leiðin til að gera allt ljóst er að opinbera afritið,“ sagði Feinstein. Sjá má afritið, sem birt var í kvöld, í heild sinni hér.Christopher Steele, starfsmaður Fusion GPS og fyrrverandi njósnari í Bretlandi, safnaði gögnunum sem mynduðu skýrsluna umdeildu. Áðurnefnd þingnefnd hefur stefnt Steele og boðað hann á fund.Upplýsingum bar saman Í byrjun ársins 2016 var Fusion GPS ráðið af andstæðingum Trump til þess að safna upplýsingum um hann. Eftir að í ljós kom að hann myndi hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins réð lögmaður Hillary Clinton fyrirtækið til að halda upplýsingasöfnuninni áfram. Steele, sem starfaði sem njósnari í Rússlandi, var ráðinn af fyrirtækinu til að kanna tengsl og umsvif Trump þar í landi. Steele leitaði til FBI í júlí sama ár og sagðist hafa áhyggjur af sambandi Trump og yfirvalda Rússlands. Simpson sagði þingmönnum að starfsmenn FBI hefðu gert Steele ljóst að þeir trúðu hluta þess sem fram kom í skýrslunni.„Ég skildi það sem svo að þeir Trúðu Chris á þeim tímapunkti,“ sagði Simpson. „Þeir töldu Chris trúverðugan þar sem þeir hefðu þegar fundið upplýsingar um sömu hluti og hluti þeirra upplýsinga komu frá uppljóstrara innan framboðs Trump.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira