Magnús reynir fyrir sér í tónlistinni í Los Angeles: „Orðinn þreyttur á rútínunni og slabbinu á Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2018 16:30 Magnús með glænýtt lag og myndband. Magnús Gunnarsson er búsettur í Los Angeles og stundar hann nám í því sem hann kallar pródúseringu í tónlist. Magnús er sjálfur tónlistarmaður og frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið No Place Like Home á Vísi. „Ég er búinn að búa í Kaliforníu núna í 2 og hálft ár. Hér er sól og gott veður allan ársins hring og alltaf nóg um að vera þannig maður lætur sér aldrei leiðast. Það er mjög hollt fyrir Íslending að komast í þannig aðstæður. Ég flutti hingað af mjög einföldum ástæðum, ég þurfti að komast í annað umhverfi og sjá hlutina með öðru ljósi. Maður var orðinn þreyttur á rútínunni og slabbinu á Íslandi og fannst það sem ég var að gera í daglega lífinu ekki nógu krefjandi. Svo er þetta náttúrulega suðupotturinn fyrir tónlistarfólk, hér er annar hver maður að vinna í tónlist.“ Magnús segist vera með hljóðver sem hann hannaði sjálfur heima hjá sér í L.A.Vinnur allt heima hjá sér „Það er með öllum helstu græjum þar sem ég get tekið upp meiri hlutann af því sem þarf. Ég hef meðal annars fengið vini hérna úti í heimsókn til að taka upp lög. Það er mjög þægilegt að geta stokkið í stúdíóið þegar hentar. Svo er enginn nálægt þannig ég get spilað eins hátt og ég vil sem er mikill kostur.“ Magnús segir að hugmyndin af laginu No Place Like Home sé í rauninni sú að maður geti verið hvar sem er í heiminum en það sé enginn staður sem jafnist á við heimaslóðirnar. „Hvað sem fólk tengir við orðið „heima” er svo annað mál. Ég tengi þetta við svo margt, eins og t.d. Ísland, manneskju, æsku, fjölskyldu eða vini. Einn daginn get ég hlustað á lagið og hugsað til Íslands, næsta skipti fjölskyldu og vini og svo kannski annan dag einhverja ákveðna manneskju. Það var hugmyndin af titlinum af laginu.“* Það er nóg framundan hjá Magnúsi. „Ég á orðið svolítið af lögum núna og nokkur þeirra hafa verið tekin upp nú þegar. Ætli ég stefni ekki á að gefa út albúm í lok árs eða byrjun næsta árs með kannski 10-12 lögum. Ég á mikið af mismunandi lögum þannig það verður vonandi eitthvað fyrir alla. Samfélagsmiðlar Magnúsar:Instagram: IamMagnusGunnarssonFacebook: IamMagnusGunnarssonTwitter: IamGunnarsson Tónlist Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Magnús Gunnarsson er búsettur í Los Angeles og stundar hann nám í því sem hann kallar pródúseringu í tónlist. Magnús er sjálfur tónlistarmaður og frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið No Place Like Home á Vísi. „Ég er búinn að búa í Kaliforníu núna í 2 og hálft ár. Hér er sól og gott veður allan ársins hring og alltaf nóg um að vera þannig maður lætur sér aldrei leiðast. Það er mjög hollt fyrir Íslending að komast í þannig aðstæður. Ég flutti hingað af mjög einföldum ástæðum, ég þurfti að komast í annað umhverfi og sjá hlutina með öðru ljósi. Maður var orðinn þreyttur á rútínunni og slabbinu á Íslandi og fannst það sem ég var að gera í daglega lífinu ekki nógu krefjandi. Svo er þetta náttúrulega suðupotturinn fyrir tónlistarfólk, hér er annar hver maður að vinna í tónlist.“ Magnús segist vera með hljóðver sem hann hannaði sjálfur heima hjá sér í L.A.Vinnur allt heima hjá sér „Það er með öllum helstu græjum þar sem ég get tekið upp meiri hlutann af því sem þarf. Ég hef meðal annars fengið vini hérna úti í heimsókn til að taka upp lög. Það er mjög þægilegt að geta stokkið í stúdíóið þegar hentar. Svo er enginn nálægt þannig ég get spilað eins hátt og ég vil sem er mikill kostur.“ Magnús segir að hugmyndin af laginu No Place Like Home sé í rauninni sú að maður geti verið hvar sem er í heiminum en það sé enginn staður sem jafnist á við heimaslóðirnar. „Hvað sem fólk tengir við orðið „heima” er svo annað mál. Ég tengi þetta við svo margt, eins og t.d. Ísland, manneskju, æsku, fjölskyldu eða vini. Einn daginn get ég hlustað á lagið og hugsað til Íslands, næsta skipti fjölskyldu og vini og svo kannski annan dag einhverja ákveðna manneskju. Það var hugmyndin af titlinum af laginu.“* Það er nóg framundan hjá Magnúsi. „Ég á orðið svolítið af lögum núna og nokkur þeirra hafa verið tekin upp nú þegar. Ætli ég stefni ekki á að gefa út albúm í lok árs eða byrjun næsta árs með kannski 10-12 lögum. Ég á mikið af mismunandi lögum þannig það verður vonandi eitthvað fyrir alla. Samfélagsmiðlar Magnúsar:Instagram: IamMagnusGunnarssonFacebook: IamMagnusGunnarssonTwitter: IamGunnarsson
Tónlist Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira