Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2018 11:28 Cliven Bundy vakti athygli þegar hann sagði að blökkumenn væru ef til vill hamingjusamara ef þeir væru ennþá þrælar í Bandaríkjunum. Vísir/AFP Fjölskylda búgarðseigenda frá Nevada slapp undan ákærum um líkamsárás, hótanir gegn alríkisstjórninni og vopnalagabrot þegar alríkisdómari vísaði þeim frá í gær. Dómsigur fjölskyldunnar er talinn vera vatn á myllu vopnaðra sveita hægriöfgamanna í Bandaríkjunum. Bundy-fjölskyldan frá Nevada varð alræmd þegar hún stóð í tvígang fyrir vopnuðum átökum við bandarísk alríkisyfirvöld um yfirráð yfir opinberu landi. Í fyrra skiptið neituðu Cliven Bundy, nautgripastórbóndi, og synir hans að greiða alríkisstjórninni fyrir notkun á vernduðu alríkislandi sem þeir höfðu beitt nautgripum sínum á um áratugaskeið. Þegar fulltrúar alríkisstjórnarinnar hugðust leggja hald á nautgripina söfnuðustu hundruð stuðningsmanna Bundy-fjölskyldunnar saman á búgarði hennar í Bunkerville í Nevada og komu í veg fyrir það árið 2014.Stöðvuðu fulltrúa alríkisstjórnarinnar gráir fyrir járnumUmsátursástand upphófst í kjölfarið en sumir stuðningsmanna fjölskyldunnar mættu gráir fyrir járnum. Hótuðu þeir að skjóta ef lögreglan hæfi aðgerðir gegn þeim. Bundy og synir hans Ammon og Ryan voru ákærðir fyrir líkamsárás, hótanir gegn alríkisstjórninni, vopnalagabrot og fyrir að hindra framgang réttvísinnar í tengslum við umsátrið. Á endanum þurftu fulltrúar alríkisstjórnarinnar frá að hverfa. Átökin voru talinn mikill sigur fyrir hreyfingu sem er andsnúin yfirráðum alríkisstjórnarinnar yfir landsvæðum í vesturhluta Bandaríkjanna. Bundy varð að hetju sumra hægrisinnaðra aðgerðasinna í Bandaríkjunum þó að glansinn hafi farið að hluta til af honum þegar upptökur skutu upp kollinum þar sem nautgripaeigandinn heyrðist tala um að bandarískir blökkumenn hefðu það ef til vill betra sem þrælar.Ammon Bundy var helsti leiðtogi hústökumannanna á náttúruverndarsvæðinu í Oregon í janúar 2016.Vísir/GettyUmsátur í Oregon endaði með mannfalliSynirnir tveir leiddu síðar vopnað umsátur á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon-ríki sem þeir sölsuðu undir sig í janúar árið 2016 til að mótmæla fangelsun tveggja bænda sem höfðu kveikt í alríkislandi. Því lauk eftir nokkrar vikur með átökum við lögreglu sem leiddi til þess að einn forsprakka hópsins var skotinn til bana. Kviðdómur í Oregon hafði þegar sýknað Ammon og Ryan vegna umsátursins þar fyrir tveimur árum. Eftir stóðu þá ákærurnar vegna umsátursins á búgarðinum í Nevada tveimur árum áður. Dómari ógilti hins vegar réttarhöldin í því máli eftir að verjendur Bundy-fjölskyldunnar sökuðu saksóknara um að halda frá þeim upplýsingum.Lýsir sér sem pólitískum fangaÍ gær synjaði dómari í Las Vegas svo saksóknurunum um að leggja ákærurnar fram aftur vegna misferlis þeirra, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Washington Post segir að tveir aðrir synir Cliven eigi enn yfir höfði sér ákærur vegna umsátursins í Bunkerville. Cliven Bundy, sem er 71 árs gamall, var í kjölfarið sleppt úr fangelsi þar sem hann hefur dúsað síðustu tvö árin. „Mér líður nokkuð vel. Ég er ekki vanur því að vera frjáls. Ég hef verið pólitískur fangi,“ sagði Bundy þegar hann kom úr fangelsinu. Náttúruverndar- og umhverfissinnar eru þó ekki sáttir við niðurstöðuna. Þeir telja að hún komi til með að efla þá sem standa upp í hárinu á alríkissyfirvöldum sem reyna að vernda opinbert land, að því er segir í frétt Washington Post. Sérfræðingar óttast jafnframt að niðurstaðan muni leiða til þess að fleiri hópar muni reyna sambærilegar aðgerðir og Bundy-fjölskyldan gegn alríkisstjórninni. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Fjölskylda búgarðseigenda frá Nevada slapp undan ákærum um líkamsárás, hótanir gegn alríkisstjórninni og vopnalagabrot þegar alríkisdómari vísaði þeim frá í gær. Dómsigur fjölskyldunnar er talinn vera vatn á myllu vopnaðra sveita hægriöfgamanna í Bandaríkjunum. Bundy-fjölskyldan frá Nevada varð alræmd þegar hún stóð í tvígang fyrir vopnuðum átökum við bandarísk alríkisyfirvöld um yfirráð yfir opinberu landi. Í fyrra skiptið neituðu Cliven Bundy, nautgripastórbóndi, og synir hans að greiða alríkisstjórninni fyrir notkun á vernduðu alríkislandi sem þeir höfðu beitt nautgripum sínum á um áratugaskeið. Þegar fulltrúar alríkisstjórnarinnar hugðust leggja hald á nautgripina söfnuðustu hundruð stuðningsmanna Bundy-fjölskyldunnar saman á búgarði hennar í Bunkerville í Nevada og komu í veg fyrir það árið 2014.Stöðvuðu fulltrúa alríkisstjórnarinnar gráir fyrir járnumUmsátursástand upphófst í kjölfarið en sumir stuðningsmanna fjölskyldunnar mættu gráir fyrir járnum. Hótuðu þeir að skjóta ef lögreglan hæfi aðgerðir gegn þeim. Bundy og synir hans Ammon og Ryan voru ákærðir fyrir líkamsárás, hótanir gegn alríkisstjórninni, vopnalagabrot og fyrir að hindra framgang réttvísinnar í tengslum við umsátrið. Á endanum þurftu fulltrúar alríkisstjórnarinnar frá að hverfa. Átökin voru talinn mikill sigur fyrir hreyfingu sem er andsnúin yfirráðum alríkisstjórnarinnar yfir landsvæðum í vesturhluta Bandaríkjanna. Bundy varð að hetju sumra hægrisinnaðra aðgerðasinna í Bandaríkjunum þó að glansinn hafi farið að hluta til af honum þegar upptökur skutu upp kollinum þar sem nautgripaeigandinn heyrðist tala um að bandarískir blökkumenn hefðu það ef til vill betra sem þrælar.Ammon Bundy var helsti leiðtogi hústökumannanna á náttúruverndarsvæðinu í Oregon í janúar 2016.Vísir/GettyUmsátur í Oregon endaði með mannfalliSynirnir tveir leiddu síðar vopnað umsátur á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon-ríki sem þeir sölsuðu undir sig í janúar árið 2016 til að mótmæla fangelsun tveggja bænda sem höfðu kveikt í alríkislandi. Því lauk eftir nokkrar vikur með átökum við lögreglu sem leiddi til þess að einn forsprakka hópsins var skotinn til bana. Kviðdómur í Oregon hafði þegar sýknað Ammon og Ryan vegna umsátursins þar fyrir tveimur árum. Eftir stóðu þá ákærurnar vegna umsátursins á búgarðinum í Nevada tveimur árum áður. Dómari ógilti hins vegar réttarhöldin í því máli eftir að verjendur Bundy-fjölskyldunnar sökuðu saksóknara um að halda frá þeim upplýsingum.Lýsir sér sem pólitískum fangaÍ gær synjaði dómari í Las Vegas svo saksóknurunum um að leggja ákærurnar fram aftur vegna misferlis þeirra, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Washington Post segir að tveir aðrir synir Cliven eigi enn yfir höfði sér ákærur vegna umsátursins í Bunkerville. Cliven Bundy, sem er 71 árs gamall, var í kjölfarið sleppt úr fangelsi þar sem hann hefur dúsað síðustu tvö árin. „Mér líður nokkuð vel. Ég er ekki vanur því að vera frjáls. Ég hef verið pólitískur fangi,“ sagði Bundy þegar hann kom úr fangelsinu. Náttúruverndar- og umhverfissinnar eru þó ekki sáttir við niðurstöðuna. Þeir telja að hún komi til með að efla þá sem standa upp í hárinu á alríkissyfirvöldum sem reyna að vernda opinbert land, að því er segir í frétt Washington Post. Sérfræðingar óttast jafnframt að niðurstaðan muni leiða til þess að fleiri hópar muni reyna sambærilegar aðgerðir og Bundy-fjölskyldan gegn alríkisstjórninni.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira