Reyndi að vekja nágranna sína Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2018 07:48 Þessar myndir tók Árni í nótt af reyknum á stigaganginum, af slökkviliðinu er það mætti á vettvang og af íbúðinni þar sem eldurinn kom upp. Árni Árnason Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann missti meðvitund á gangi fjölbýlishússins. Árni Árnason, íbúi á fimmtu hæð í Bláhömrum 2, segir í samtali við Vísi að reykurinn hafi hins vegar verið svo svartur og þykkur þegar hann var vakinn á þriðja tímanum að íbúar hæðarinnar hafi ekki náð að nýta sér neyðarstigaganginn. Lyfta er í húsinu og segir Árni að mikill reykur hafi einnig komið úr lyftuopinu. Því hafi hluti íbúanna komið sér fyrir á svölum við enda sameignarinnar á meðan aðrir, þeirra á meðal ungt par og þorri íbúa fjórðu hæðarinnar, hafið farið út á svalir íbúða sinna því ekki var talið óhætt að halda inn í reykjarmökkinn. „Við vorum því í talsverðan tíma úti á svölum meðan slökkviliðið var að athafna sig,“ segir Árni.Sjá einnig: Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsiHann lýsir því hvernig slökkviliðsmenn brutu rúður til að koma sér inn í blokkina. Til þess að hreinsa út mesta reykinn opnuðu slökkviliðsmennirnir dyr á sitthvorum enda stigagangsins og nýttu sér hvassviðrið til að blása honum burt.Árni Árnason þurfti ásamt öðrum að dvelja á svölum blokkarinnar meðan slökkviliðið braut sér leið til þeirra.„Þeir brutu meðal annars rúðu á neyðarútgangshurðinni á minni hæð því þegar okkur var komið og bjargað þá var maður að klofa yfir glerbrot,“ segir hann ennfremur og bætir við að ástandið hafi „verið vægast sagt skelfilegt“ þegar niður var komið. „Það var allt í glerbrotum og fólk í sjokki,“ segir Árni. Þá hafi íbúunum jafnframt verið tjáð að maðurinn, sem hafði reynt að vekja nágranna sína, hafi verið fluttur á spítala. Hann hafði fundist á gangi fjórðu hæðarinnar eftir að hafa reynt að vekja fólk í nærliggjandi íbúðum. Sex aðrir voru jafnframt fluttir á slysadeild en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Meðan á aðgerðum stóð gátu íbúar blokkarinnar leitað skjóls í nærliggjandi blokk áður en Rauði krossinn og strætisvagn komu á vettvang. Árni vill þakka starfsfólki Rauða krossins sérstaklega fyrir mikla hlýju - „það var mjög mikill styrkur í því að fá Rauða krossinn,“ segir Árni. Engu að síður hafi þetta verið ónotaleg upplifun. „Maður er í almennu áfalli enda ekki þægilegt að búa upp á fimmtu hæð þegar kviknar í. Það er svona slæm tilfinning.“ Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann missti meðvitund á gangi fjölbýlishússins. Árni Árnason, íbúi á fimmtu hæð í Bláhömrum 2, segir í samtali við Vísi að reykurinn hafi hins vegar verið svo svartur og þykkur þegar hann var vakinn á þriðja tímanum að íbúar hæðarinnar hafi ekki náð að nýta sér neyðarstigaganginn. Lyfta er í húsinu og segir Árni að mikill reykur hafi einnig komið úr lyftuopinu. Því hafi hluti íbúanna komið sér fyrir á svölum við enda sameignarinnar á meðan aðrir, þeirra á meðal ungt par og þorri íbúa fjórðu hæðarinnar, hafið farið út á svalir íbúða sinna því ekki var talið óhætt að halda inn í reykjarmökkinn. „Við vorum því í talsverðan tíma úti á svölum meðan slökkviliðið var að athafna sig,“ segir Árni.Sjá einnig: Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsiHann lýsir því hvernig slökkviliðsmenn brutu rúður til að koma sér inn í blokkina. Til þess að hreinsa út mesta reykinn opnuðu slökkviliðsmennirnir dyr á sitthvorum enda stigagangsins og nýttu sér hvassviðrið til að blása honum burt.Árni Árnason þurfti ásamt öðrum að dvelja á svölum blokkarinnar meðan slökkviliðið braut sér leið til þeirra.„Þeir brutu meðal annars rúðu á neyðarútgangshurðinni á minni hæð því þegar okkur var komið og bjargað þá var maður að klofa yfir glerbrot,“ segir hann ennfremur og bætir við að ástandið hafi „verið vægast sagt skelfilegt“ þegar niður var komið. „Það var allt í glerbrotum og fólk í sjokki,“ segir Árni. Þá hafi íbúunum jafnframt verið tjáð að maðurinn, sem hafði reynt að vekja nágranna sína, hafi verið fluttur á spítala. Hann hafði fundist á gangi fjórðu hæðarinnar eftir að hafa reynt að vekja fólk í nærliggjandi íbúðum. Sex aðrir voru jafnframt fluttir á slysadeild en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Meðan á aðgerðum stóð gátu íbúar blokkarinnar leitað skjóls í nærliggjandi blokk áður en Rauði krossinn og strætisvagn komu á vettvang. Árni vill þakka starfsfólki Rauða krossins sérstaklega fyrir mikla hlýju - „það var mjög mikill styrkur í því að fá Rauða krossinn,“ segir Árni. Engu að síður hafi þetta verið ónotaleg upplifun. „Maður er í almennu áfalli enda ekki þægilegt að búa upp á fimmtu hæð þegar kviknar í. Það er svona slæm tilfinning.“
Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29